Skinfaxi - 01.11.1956, Side 16
112
SKINFAXI
borin fölskvalaus ást á landi sínu og þjóð, samfara
trú á framfarir og framtíðarheill þessa lands.
Á mesta merkisdegi í sögu þjóðarinnar á síðari árum,
stofnun lýðveldis 17. júní 1944, flutti Jón aðalræðuna
á hátíðarsamkomu í sveit sinni. Og að nokkru má marka,
hvern hljómgrunn ræðan hlaut manna á meðal, að á
tíu ára afmæli lýðveldisins, fékk ritstjóri blaðsins Suð-
urland ræðu hans til birtingar.
Ég efast ekki um, að það hefur verið mikill skaði,
að Jón iðkaði ekki meira ritstörf en hann gerði. Hann
var ósvikinn kjarnkvistur á þeim meiði, sem hefur
borið uppi menningu þessa lands, og varpað ijóma á
fátæku söguþjóðina nyrzt í Atlantshafi.
Jón á Kópsvatni var um margt sérkennilegur per-
sónuleiki, dulur og fáskiptinn við fyrstu kynni, en til-
finningaheitur og hjartahreinn, staðbundinn, en víð-
förull í hugans heimi, íhugull og leitandi og kunni að
greina hismið frá kjarnanum. Hraði og hávaði þessarar
umbrotasömu aldar náðu aldrei að hi’ífa Jón út í straum-
iðu sína. Veraldarinnar prjál og gervigull síðustu ára
freistuðu hans ekki. Þótt Jón væri góður bóndi og
sómi stéttar sinnar, og kynni að meta vel framgenginn
búpening og gróinn töðuvöll, þá stóð það ekki næst
hjarta hans. Sínar mestu yndisstundir átti hann í hin-
um frjálsa hugarheimi. Það var aðalsmerki og styrkur
hans, eins og svo margs alþýðufólks í þessu landi, að
íeita og spyrja, rannsaka og íhuga, víkka sjóndeildar-
hringinn, eða með öðrum orðum að þroska sem bezt
með sér þann hæfileikann, sem einn er þess umkominn
að lyfta manninum yfir hversdagsleikann, og veita hon-
um þá sönnu innri hamingju, sem gefur lífinu varan-
legt gildi.
Jón á Kópsvatni var sannur fulltrúi ungmennafélags-
hreyfingarinnar, eins og hún var og hét á blómaskeiði
sínu. Hugsjónir þær, sem hún barðist fyrir, voru honum
hjartans mál. Það fer því vel á því, að Skinfaxi, rit