Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 24
120
SKINFAXl
íslenzkir rithöfundar og skáld IX.
ÞÓItlR BERGSSON
Þorsteinn Jónsson heitir
hann réttu nafni og varð
sjötugur í fyrra, fæddur 23.
ágúst 1885 að Hvammi í
Norðurárdal. Hann hefur
lengst af verið banlcamað-
ur í Reykjavík og lálið mjög
litið yfir ritstörfum sín-
um, enda seint og siðar
meir kunnugt almenningi,
liver Þórir Bergsson i raun
og veru var. Fyrsta smá-
saga lians birtist í Skírni ár-
ið 1912, er hann var 27
ára gamall. Það var Sigga-Gunna. Síðan rak hver
smásagan aðra í bókmenntatímaritunum, og voru
þær allar vel ritaðar og listrænar í betra lagi. Var
auðséð, að höfundur kunni mæta vel til verka og
þekkti ágætlega form og anda smásögunnar.
Það var fyrst árið 1939, að smásagnasafnið Sögur
kom út. En þá var Þórir Bergsson fyrir löngu lands-
Mér þótti sú þjónslund einkenna Guðmund frá Mos-
dal, er félagsskapur má ekki án vera né þjóðfélag.
Hún kom fram við vini, félaga og nemendur, en um
fram allt við hugðarmál hans — allt til hinztu stund-
ar, er hann banvænn gat ekki lokið með eigin hendi
greinargerð um fyrrnefnt áhugamál sitt, byggðasafn
Isfirðinga.
Guðmundur andaðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar hinn
3. júlí siðasíl. sumar.
ÞORIR
Þórir Bergsson.