Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 30

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 30
126 SKINFAXI veiðarar og togarar. — En eigi að síður var Ijmuiden niikill staður hjá Hafnarfirði. Þar var miðstöð fisk- veiða og fiskverzlunar, mikil og rammbyggð höfn og stöðug umf,erð glæslustu hafskipa. Skipaskurður ligg- ur frá Ijmuiden þvert yfir landið til Amsterdam. Má bærinn því teljast eins konar hafnarhær frá Amster- dam. í Ijmuiden var og sjómannaskóli. Einar Guð- mundsson gat því vart hafnað í erlendum bæ, sem meira var að skapi ungum og áhugasömum sjómanni. Kunni hann þar strax v,el við sig. En þrem vikum eftir að hann kom til Hollands brauzt stríðið út, og mátti þá heita, að öll viðhorf breyttust á augabragði. Það dróst á langinn, að fiski- skip liéldu til veiða, meðan menn voru að átta sig á hlutunum. Liðu þrír mánuðir áður en Einar kæm- ist á sjóinn á ný, og var honum tekið að leiðast at- hafnaleysið og vistin í landi. Samt var honum fjarri skapi að láta hugfallast, enda hefur hann alla tíð venð æðrulaus, á hv,erju sem gengið hefur. Enginn trúði því heldur þá, að stríðið stæði lengi. En stríðið breiddist stöðugt út, og mönnum varð ljóst, að ekki þýddi að halda að sér höndum og bíða átekta von úr viti. Útgerðarfélögin tóku því að húa skip sín á veiðar. Fór Einar þá á lítinn seglkútter, sem stundaði veiðar á Norðursjó. Hækkaði fiskverð ört, og báru sjómenn mikið úr býtum. Á næstu vetrarvertíð réðst Einar á togara til veiða við Island. Bar ekkert til tíðinda þá vertíð, þó að stríðið harðnaði æ, og ekki síður á sjó en landi. En á vertíðínni 1916 tóku Englendingar togarann, sem Einar var á, og héldu með hann til liafnar í Aherdeen i Skotlandi. Báru þeir á Hollendinga, að þeir fisk- uðu fyrir Þjóðverja. Ekki gátu þeir neitað þvi, en liitt sögðu þeir, að þeir fiskuðu alveg eins fyrir ensk- an markað. Elcki voru Englendingar ánægðir með þetta og héldu þeim í haldi í Aberdeen. Lögðu þeir svo

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.