Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 57

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 57
SKINFAXI 153 Þátttakcndur i ninlrciðslu. Ragnhciður Jónasdóttir nr. 4. og Marla Hermannsdóttir, Gerðakoti í Ölfusi, tóku þátt i þri- þraut. Þær urðu í 5. og 6. sæti og var injög lítill munur á þeim og hinum, sem i fyrstu sætin komust. Það má segja, uð stúlkurnar okkar vanti fyrst og fremst meiri keppnisreynslu og aðstöðumunur var nokkur. Keppendum hinna landanna fylgdu tveir dómarar og að auki leiðbeinandi, sem æfði stúlk- urnar fram á siðustu stundu fyrir lteppni. Þá háði okkar keppendum nokkuð ónóg kunnátta í Norðurlandamálum. Piltarnir, sem kepptu i dráttarvélaakstrinum voru þessir: Stefán Kristjánsson, Ncsi, Fnjóskadal og Jón Sigurðsson, Ey- vindarhólum, Austur-Eyjafjöllum. Urðu þeir i 5. og 6. sæti. í þessari grein hefur verið keppt all oft hér á landi og von- uðumst við til að þeim auðnaðist að komast framarlega, því að það kom i ljós strax í byrjun keppninnar, að leikni þeirra og liæfni var fyllilega sambærileg við hina keppendurna, en það kom annað i ljós, sem við vissum raunar fyrir, að tengi- útbúnaður vagnsins við vélina var öðruvisi en liér er. Það varð þeim líka til tafar og mikils baga við vegamótin, sem öllum liinum reyndist nokkuð auðvelt. Aftur á móti leystu þeir í fyrstu tilraun að aka aftur á bak yfir plankann, sem talið hefur verið örðugasti hluti brautarinnar. Enda leystu aðeins tveir liinna keppendanna það i fyrstu tilraun. Ferguson-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.