Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 58

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 58
154 SKINFAXI vél var notuð og við liana Ferguson-vagn, sem mun vera þvi nær óþekktur hér á landi og eins tengikrókurinn á vélinni. Það má telja furðulcgt, að innflytjendur vélarinnar skuli ekki láta krókinn fylgja hverri vél, svo sjálfsagður er hann að dómi granna okkar á Norðurlöndum. Akbrautin var og nokkuð breytt frá þvi, sem liér hefur verið, en okkur var vel kunnugt um það og kom okkur þvi ekki á óvart. Þessa akbraut munum við verða að taka upp hér. Tii fararinnar var stofnað fyrst og fremst til þess að kynn- ast því, hvernig starfsemin gengi á Norðurlöndunum, og að vita, hvernig við værum á vegi stödd. V-ar förin okkur mjög lærdómsrík. Við sáurn, að við stöndum langt að baki hinum þjóðunum hvað uppbyggingu þessarar starfsemi viðkemur. Allar liinar þjóðirnar hafa marga menn, sem eingöngu lielga sig starfsíþróttunum og fá til þess ríflegan ríkisstyrk. Hér höfum við enga starfskrafta á þessu sviði enn þá. Einn mað- ur, sem aðeins getur eitt sumarleyfi sinu að nokkru til leið- beininga í starfsíþróttunum getur aldrei náð langt i þvi að sk'.ipa hér mikla starfsemi. En ég tel, að þegar hafi skapazt góður jarðvegur fyrir starfsíþróttir lijá ungmennafélögum víðsvegar um land og byggja megi upp öfluga starfsemi á þeim grundvelli, sérstaklega meðal barna og unglinga, ef nægir starlskraftar fást til þess að halda starfseminni áfram. Fundur leiðbeinenda. í sambandi við keppnina voru haldnir nokkrir fundir leið- beinenda og dómara i starfsíþróttum. Var þar ákveðið að liafa næsta meistaramót í starfsíþróttum að tveim árum liðn- um i Danmörku. Enn fremur var ákveðið að keppt skyldi i tveim aldursflokkum. Yngri flokkur, þar sem hámarks ald- ur er 19 ár og eldri flokkur frá 20 til 29 ára. Þá var rætt mikið um samræmingu keppnisreglna og keppn- isgreina. Ekki voru endanlegar ákvarðanir teknar um keppn- isgreinar á næsta móti, en það verður gert síðar í vetur af stjórn samtakanna. Keppnisgreinar eru nokkuð mismunandi í löndunum eftir því hvaða greinar eru taldar mikilvægastar fyrir þjóðina. Unglinga- og barnastarfsíþróttir þær, scm kenndar eru við 4-H félögin, eru i örum vexti livarvetna á Norðurlöndum og svo þarf einnig að verða hjá okkur. Stefán Ól. Jónsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.