Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Síða 4

Skinfaxi - 01.11.1963, Síða 4
ir þeirra, einkum latínan, ýttu móðurmál- inu til hliðar og sköpuðu óþjóðlega „aka- demiska" yfirstétt, embættismannastétt og’ þá einkum prestastétt, sem var fjarlæg almenning'i og hinum trúarlegu, sttjórn- málalegu og félagslegu hreyfingum hans. Öllu, er Grundtvig snertir, hefur verið næstum fram á þenna dag haldið utan við háskólann og sætt beinni andstöðu úr þeirri átt, ekki sízt á langri ævi Grundt- vigs sjálfs. Með vaxandi heimsfrægð lians hefur þetta þó breytzt í heimspeki og trú- arefnum. Fjöldi mikilla doktorsritgerða hefur komiði út um hann í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. f umræðum þeim, sem standa yfir um þjóðlega menningu og kristindóm eða eins og Svíar Vilja láta það heita: „húman- isma“ og kristindóm, er Grundtvig höfuð- persónan, jafn langt frá biblíulegri bók- stafstrú og 'heittrúarstefnu. Einu sinni sagði hann og eggjaði til umræðna og and- mæla: Fyrst maður, svo kristinn. Kristin- dómsskoðun sína byggði hann ekki á biblí- unni, heldur á trúarjátningunni, sem með þrem greinum sínum um föðurinn, soninn og heilagan anda afmarkar greinilega kristindóminn frá öllum öðrum trúar- brögðum. Að því leyti er Grundtvig rétt- trúnaðarmaður. En er hann talar um „manninn fyrst“, ber að hafa í huga fyrr- greind orð hans um tilraun Guðs með efni og anda. Hin kristna sköpunartrú sikiptir hér mestu máli. 1 sálmi segir hann: „Mað- urinn, af moldu kominn, horfir upp til hins háa. Þar getur sólargeislinn tekið sér bú- stað og himingróður vaxið.“ Lýðháskólahugmynd Grundtvigs var upphaflega án tengsla við skoðun hans á manninum. Hann vildi láta rísa í Sórey Jörgen Bukdahl. stóran ríkisiýðháskóla, eiginlega eins kon- ar háskóla („universitet") fyrir almenn- ing, þar sem öll kennsla skyldi fara fram á dönsku og aðalnámsgreinar móðurmál og saga ásamt nokkrum félagslegum náms- greinum, þar sem allir gátu verið þátttak- endur án prófa eða annars undirbúnings og m. a. menntast til þátttöku í stjórn- málalífinu, sem menn áttu aðgang að með lögum um stéttaþing. Grundtvig dreymdi um samfellda danska menningu, gagnstætt þeirra, er latínukunnandi úrvalslið ha- skólamanna mótaði. En þessar hugmyndir og draumar urðu SKINFAX' 4

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.