Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1963, Side 8

Skinfaxi - 01.11.1963, Side 8
landa verið hringt. Kirkjunni sjálfri höfðu verið gefnar gjafir frá Norðurlöndunum og biskupar þeirra og aðrir voru viðstadd- ir. Athöfnin var hrífandi, ekki aðeins fyrir okkur, sem boðnir vorum, heldur einkum fyrir almenning, sem var utan vébanda hins þrengra svæðis. Menn voru komnir að austan og vestan, sunnan og norðan til þess að sjá drauminn rætast. — Nú var kirkjan endurreist og klukkunum hringt. Ég sá tár í augum margra þeirra, er utan við mörkin voru hinna boðnu ... þessi tár, sem gædd voru meiri vígslumætti en hinar mörgu opinberu ræður ... Isilenzk þjóð, afkomendur þeirra, er héldu landinu uppi þrengingarárin, er drepsóttir geisuðu, eldgos, einokunarverzlun, er handritin voru flutt úr landi ... Endurreisn, endur- reisn. Hún gaf þessum eftirminnilega degi sinn hrífandi, þjóðlega svip. Skál- holt í rústum. Nú var kirkjan að minnsta kosti þarna og sýnilegt samband tengt við þá Isleif og Gissur ... En hvað um skól- ann, lýðháskólann á þessum gamla menn- ingargrunni, þar sem æskulýður Íslands kemur saman og þar sem unnið mun verða að því að tengja saman fortíð og nútíð auk þess sem sinnt verður aðkailandi verk- efnum líðandi stundar? Gildi gjafanna frá Norðurlöndum til kirkjunnar er fyrst og fremst táknrænt: Hönd er rétt fram Islandi, sem nú er frjálst. Island hefði haft vilja og getu til þess að reisa kirkjuna af eigin rammleik og þannig einnig skólann. Gildi gjafanna byggist á, hvað þær tákna og hverus þær tjá samhug, en auðvitað geta þær ekki skuldbundið Islendinga til þess að nota þær á einn eða annan veg, hver kirkjuleg stefna skuli ráða, hver boðun orðsins skuli vera. Með gjöfum sem þessum geta ekki fylgt skilyrði: Islendingar verða að vera einir um það, hvernig þeir notfæra sér hina endurreistu kirkju og einnig, hvemig þeir stofna til hins nýja lýðháskóla. Það verður að stofna til hans á grundveili nú- tímaþarfar og sögulegs samhengis. Mér er þetta meginatriði: ísland hefur orðið að ilúta norskum yfirráðum, áhrifum erkistóls í Niðarósi, dönsku valdi, sem enn versnaði við einokunina. Þessir tímar mega ekki koma aftur í neinni mynd. Þess vegna eru gjafimar umfram hagnýtan stuðning fyrst og fremst tákmlegar, virð- ingarvottur og handaband. Án allrar íhlut- unar frá Norðurlöndum verður Is'land sjálft að brjóta sér braut til hins sam- norræna. Þetta á bæði við um hina end- urreistu kirkju og lýðháskólann tiivon- andi. Að vísu er það ósk mín, að hann verði norrænn lýðháskóli, þar sem nemendur frá öðrum norrænum löndum geta mætzt kynnzt innbyrðis og einkum Isilandi, eins og átti sér stað um Askov, en þangað komu margir Islendingar og hittu ekki aðeins Dani og Suður-Jóta, heldur einnig norska, finnska, færeyska og sænska nemendur og staðfestust í þeirri skoðun, er ieiddi til stjórnarfarslegs sjálfstæðis Is'lands og menningarlegs frelsis og sjálf- stæðis Færeyinga og Norðmanna og bar- áttu Finna gegn sænskum yfirráðum- Slíiks lýðháskóla óska ég Skálholti, en fjarri er mér að gefa ráð. Frá dönsku sjónanniði á skólinn hvorki að vera eftir- mynd Asikov né Haslev, svo að nefndir séu tveir höfuðskólar istefnanna tveggja fyrr- nefndrar „guðlegrar vakningar" Grundt- vigssinna og Innra trúboðsmanna. Raunar 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.