Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Síða 9

Skinfaxi - 01.11.1963, Síða 9
er hér ekki lengur um mikinn mun að ræða. Skálholtsskólinn á að sjálfsögðu fyrst og fremst að vera íslenzkur, sprottinn upp af íslenzkum þörfum þessara hættulegu umbrotatímia, vélvæðingar landbúnáðar- ins, flóttans úr sveitunum, upplausnar gamalla menningarforma, síma, áætlunar- bila, flugsamgangna. Nóg er af vanda- málum. Tímarnir eru friðvana. Dvöl í lýð- háskóla er næði, íhugunartími, nýtt og gamalt getur tengzt saman og fótfesta myndazt í straumi tímans. Danir og Norð- menn eiga ekki að koma fram með neinar ráðleggingar. Leyfist mér að benda á, að fyrir daga austnorræna lýðháskólans átti Island sinn lýðháskóla, sem í þrengingum þjóðarinnar bjargaði henni andlega. Leyfist mér að benda á þýðingu ísilenzku kvöldvökunnar. Þar var um að ræða skemmtun, fræðslu og uppbyggingu fyrir alla á bænum. Þann- ig var sambandið við fortíðina varðveitt. Er of fast áð orði kveðið að segja, að kvöldvakan hafi varðveitt Isliand frá glöt- un? Er ég ferðaðist í sumar um Suður- land, kom ég að Keldum, ég sá ekki að- eins gamla skáiann frá tímum Snorra Sturlusonar, ég varð gagnteknastur af ioftinu frá 18. öld með sínum 7—8 tví- breiðum rúmum. Þar kom fólkið saman að iloknu dagsverki. Þar var rætt um dag- inn og veginn, en um fram allt lesið, ævin- týri í alþýðlegu formi, ísilendingasögurnar, ef ti:l vill Ellikvæði eftir Jón Hallsson (í Vísnabók), kvæði eftir Sigurð blind, allt Var þetta geymt í afskriftum uppi á hillu. ^ienn lásu líka Passíusálmiana og Vídalíns- Postillu. ... Ef þetta var ekki lýðháskóli veit ég ekki hvað hann er. Samfélag um Chr. Kold. andleg verðmæti, veraldleg og kristileg. Nú er kvöldvakan búin að vera á Islandi, útvarp er komið og eitthvað er um amer- ískt sjónvarp. Endurreisn þess er var meginatriði kvöldvökunnar, er það ekki Skálholtsskól- inn? Athvarf á eirðarlausum tímum fyrir æskulýð Islands, vígsla til samfélags um andlega fjársjóðu ættjarðarinnar, verald- lega sem kristilega.. Allir voru þátttak- endur í kvöldvökum gömlu bæjanna, og hver fékk sitt út úr þeim, samkvæmt ósk- um og þörfum hvers og eins, sumir skemmtun og dægrastyttingu, gamla spennandi ísilendingasögu, aðrir létu upp- byggjast af Vída'lín, margt í postillunni SK1N fax i 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.