Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 11
23. Sambandsþing Ungmennafélags íslands 23. sambandsþing UMFl var haldið í Reykjavík að Hótel Sögu dagana 7. og 8. september 1963. Þingið var sett á laugar- dag kl. 2 e. h. Sambandsstjóri, séra Eirík- ur J. Eiríksson, setti þingið. Menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti ávarp og einnig Gísli Halldórsson, forseti íþrótta- sambands Islands, og Þorsteinn Sigurðs- son, form. Búnaðarfélags Islands. Þá flutti sambandsstj óri erindi um aðalmál þings- ins, sem hann nefndi Hlutverk æskulýðs- félaga. Forseti Islands var við þingsetn- ingu og bauð fulltrúum og gestum til Bessastaða á sunnudag. Að þingsetningu lokinni bauð menntamálaráðherra til kaffi- drykkju að Hótel Sögu. Eftir kaffið voru fulltrúar og gestir boðnir að horfa á lands- keppni í knattspymu milli Breta og Islend- inga. Þingfundur hófst um kvöldið kl. 8.30. Þá fluttu Skúli Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri UMFl og Ármann Pétursson, féhirð- ir UMFl, skýrslu stjórnarinnar. Þá var einnig flutt framsaga í þingmálum, en þau voru þessi auk aðalmálsins: Lagabreytingar: Stefán Ólafur Jónsson. Landsmótið 1965: Séra Eiríkur J. Ei- ríksson. Tþróttamál: Þorsteinn Einarsson. Starfsíþróttir: Stefán Ólafur Jónsson. Þrastaskógur: Þórður Pálsson. Þingfundur stóð yfir til miðnættis á sunnudagsnótt. Þingfulltrúar störfuðu í nefndum fyrir hádegi á sunnudag. Þingfundur hófst kl. 1.30 e. h. og voru þá ræddar tillögur nefnda. Kl. 4 e. h. voru fulltrúar og gestir mættir í kirkjunni á Bessastöðum. Þar sagði forseti Islands sögu kirkju og staðar og var síðan gengið í stofu til kaffidrykkju í boði forseta. Þingfundur hófst aftur að Hótel Sögu kl. 6 e. h. Þá voru rædd álit nefnda. Þá fluttu og þinginu ávörp þeir Pétur Sigurðsson, form. Landssambandsins gegn áfengisbölinu og Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenzkra leikfélaga. Fulltrúar snæddu kvöldverð að Hótel Garði í boði UMFl. Þar voru fluttar þingvísur. Þingslit fóru fram á þriðja tím- anum eftir miðnætti á mánudagsnótt með ávarpi sambandsstjóra og almennum söng. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Séra Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstj. Jón Ólafsson, ritari. Ármann Pétursson, féhirðir. Skúli Þorsteinsson, varasambandsstjóri. Stefán Ólafur Jónsson, meðstjórnandi. Varamenn: Hafsteinn Þorvaldsson, Jóhannes Sig- mundsson, Lárus Halldórsson. Endurskoðendur: Teitur Guðmundsson. Ólafur Ágúst Ólafsson. Til vara: Björn Sigurðsson, Skúli Norðdahl. Hér eru birtar helztu samþykktir þings- ins: 1 1 S K I N FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.