Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 11
23. Sambandsþing
Ungmennafélags íslands
23. sambandsþing UMFl var haldið í
Reykjavík að Hótel Sögu dagana 7. og 8.
september 1963. Þingið var sett á laugar-
dag kl. 2 e. h. Sambandsstjóri, séra Eirík-
ur J. Eiríksson, setti þingið. Menntamála-
ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti ávarp og
einnig Gísli Halldórsson, forseti íþrótta-
sambands Islands, og Þorsteinn Sigurðs-
son, form. Búnaðarfélags Islands. Þá flutti
sambandsstj óri erindi um aðalmál þings-
ins, sem hann nefndi Hlutverk æskulýðs-
félaga. Forseti Islands var við þingsetn-
ingu og bauð fulltrúum og gestum til
Bessastaða á sunnudag. Að þingsetningu
lokinni bauð menntamálaráðherra til kaffi-
drykkju að Hótel Sögu. Eftir kaffið voru
fulltrúar og gestir boðnir að horfa á lands-
keppni í knattspymu milli Breta og Islend-
inga.
Þingfundur hófst um kvöldið kl. 8.30.
Þá fluttu Skúli Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri UMFl og Ármann Pétursson, féhirð-
ir UMFl, skýrslu stjórnarinnar. Þá var
einnig flutt framsaga í þingmálum, en þau
voru þessi auk aðalmálsins:
Lagabreytingar: Stefán Ólafur Jónsson.
Landsmótið 1965: Séra Eiríkur J. Ei-
ríksson.
Tþróttamál: Þorsteinn Einarsson.
Starfsíþróttir: Stefán Ólafur Jónsson.
Þrastaskógur: Þórður Pálsson.
Þingfundur stóð yfir til miðnættis á
sunnudagsnótt.
Þingfulltrúar störfuðu í nefndum fyrir
hádegi á sunnudag. Þingfundur hófst kl.
1.30 e. h. og voru þá ræddar tillögur
nefnda. Kl. 4 e. h. voru fulltrúar og gestir
mættir í kirkjunni á Bessastöðum. Þar
sagði forseti Islands sögu kirkju og staðar
og var síðan gengið í stofu til kaffidrykkju
í boði forseta. Þingfundur hófst aftur að
Hótel Sögu kl. 6 e. h. Þá voru rædd álit
nefnda. Þá fluttu og þinginu ávörp þeir
Pétur Sigurðsson, form. Landssambandsins
gegn áfengisbölinu og Sveinbjörn Jónsson,
framkvæmdastjóri Bandalags íslenzkra
leikfélaga. Fulltrúar snæddu kvöldverð að
Hótel Garði í boði UMFl. Þar voru fluttar
þingvísur. Þingslit fóru fram á þriðja tím-
anum eftir miðnætti á mánudagsnótt með
ávarpi sambandsstjóra og almennum söng.
Stjórnin var öll endurkosin, en hana
skipa:
Séra Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstj.
Jón Ólafsson, ritari.
Ármann Pétursson, féhirðir.
Skúli Þorsteinsson, varasambandsstjóri.
Stefán Ólafur Jónsson, meðstjórnandi.
Varamenn:
Hafsteinn Þorvaldsson, Jóhannes Sig-
mundsson, Lárus Halldórsson.
Endurskoðendur:
Teitur Guðmundsson.
Ólafur Ágúst Ólafsson.
Til vara:
Björn Sigurðsson, Skúli Norðdahl.
Hér eru birtar helztu samþykktir þings-
ins:
1 1
S K I N FAXI