Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 13

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 13
Frá setningu 23. sambandsþings UMFÍ. Þingið telur yfirleitt æskilegt, að hið opinbera styrki æskulýðsstarfsemi í land- inu svo sem framast má verða, en láti hin ýmsu félagssamtök um framkvæmdir undir hlutlausu og sjálfsögðu eftirliti. Þingið lýsir ánægju sinni yfir samstarfi UMFÍ og ISl að velferðarmálum íslenzkrar æsku og hvetur æskuna til starfs og dáða í þágu eigin velferðarmála, andlegs og líkam- legs þroska, landi og þjóð til blessunar. Tillögur: 23. sambandsþing Ungmennafélags Is- lands hvetur öll héraðssambönd og einstök félög innan UMFl til þess að undirbúa sem mesta og bezta þátttöku í næsta landsmóti. Þingið telur æskilegt að heima í héruðum séu haldin námskeið í íþróttum og komið á keppni í þeim íþróttagreinum, sem fyrir- hugað er að taka þátt í á landsmótinu. Enn fremur hvetur sambandsþingið alla þátt- takendur, íþróttamenn sem aðjra, til prúð- mannlegrar framkomu og góðrar umgengni samtökunum til sóma. Þingið leggur til að sem flest héraðssam- bönd og ungmennafélög komi með eitthvert dagskráratriði til skemmtunar á mótinu í samráði við framkvæmdanefnd mótsins. Þingið mælist til þess, að stjórnir hér- aðssambandanna gangist fyrir sérstökum mótum í frjálsum íþróttum og sundi sum- arið 1964 fyrir aldursflokkana 12—13 ára og veiti þeim, sem bezt afrek vinnur eða S K I N FAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.