Skinfaxi - 01.11.1963, Page 15
Forseti UMFÍ setur þingið.
að þar verði bækistöð fyrir ungmennafé-
lögin.
Þingið beinir þeim tilmælum til mennta-
málaráðherra, að IJMFl fái fulltrúa í nefnd
þeirri, er f jallar um væntanlega löggjöf um
fjárhagslegan stuðning við leikstarfsemi í
landinu.
Þingið felur sambandsstj órn að taka
ákvörðun um Norrænu æskuiýðsvikuna í
samræmi við þá venju, sem verið hefur
undanfarið.
Þingið samþykkir, að áskriftargjald
Skinfaxa skuli vera kr. 60,00. Blaðið komi
út ekki sjaldnar en tvisvar á ári, vor og
haust, og aukablöð, ef sambandsstjórn tel-
ur ástæðu til og fjárhagur leyfir. Sam-
bandsstjórn skal sjá um útgáfu blaðsins.
Þingið samþykkir að fela skógarverði í
Þrastaskógi að athuga nú þegar, hvort
ástæða er til að brunatryggja Þrastaskóg.
Þyki ástæða til þess, skal stjóm sambands-
ins leita tilboða hjá tryggingafélögunum.
SKINFAX I
15