Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 18
Hinir fóru til dómarastarfa og til þess að kynna sér
starfsíþróttir og félagsstörf. Vsenta má góðs árang-
urs af ferð þessari þar sem hún tókst mjög vel í
alla staði. UMFÍ styrkti hvem þátttakanda með
krónum 2500,00. Auk þess fékkst 10% afsláttur af
flugfargjaldi. Þjóðkirkjan kostaði för eins þátttak-
andans, séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar.
Skógræktarmál — Þrastaskógur
Sambandið naut styrks frá hinu opinbera til skóg-
raktar í Þrastaskógi að upphæð kr. 15 þúsund á ári.
Vegur var mddur meðfram girðingunni að sam-
komusvæðinu við Tryggvatré. Þar hefur verið
jafnað land til leikvangs. Þessi framkvæmd nýtur
styrks úr íþróttasjóði. Þegar þessu mannvirki er
lokið, skapast góð aðstaða fyrir mannfundi, íþrótta-
iðkanir og aðra væntanlega starfsemi í Þrastaskógi
á vegum samtakanna.
Þrjú síðastliðin sumur hafa verið settar niður
samtals um 16 þúsund trjáplöntur. Gróðursetningu
önnuðust ungmennafélagar úr Árnessýslu undir
stjórn skógarvarðar. Síðastliðið vor mættu 78 ung-
mennafélagar til gróðursetningar í Þrastaskógi.
Mjög litlar skemmdir urðu á plöntum í skóginum í
kuldakastinu sl. vor. Fjöldi ungmennafélaga vinnur
eins og áður að skógræktarmálum, ýmist á vegum
einstakra ungmennafélaga eða á vegum skógrækt-
arfélaganna. Mál það, sem Ungmennafélag íslands
hefur átt í út af veiðirétti í Soginu undanfarna ára-
tugi, er nú loks úr sögunni. Hæstiréttur dæmdi
sambandinu veiðiréttinn fyrir landi Þrastaskógar
og er hann leigður út í sumar. Ragnar Ólafsson hrl.
flutti málið.
Mikil gestkoma hefur verið í skóginum undan-
farin sumur, einkum um helgar. Skógarvörður læt-
ur mjög vel af umgengi fólksins. Hún er nú miklu
betri en áður var.
Skógarverðinum í Þrastaskógi, Þórði J. Pálssyni,
var boðið á aðalfund Skógræktarfélags íslands s.l.
sumar og var honum þar afhentur silfurbikar sem
þakkarvottur fyrir gott starf í Þrastaskógi.
Bindindismál.
Nokku fræðsla var veitt á vegum samtakanna um
biiidindismál bæði í ræðu og riti. Má t. d. nefna í
því sambandi erindi Péturs Sigurðssonar um bind-
indismál á síðasta landsmóti og heimsókn hans og
héraðsstjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar í
marga barna- og unglingaskóla á sambandssvæðinu
veturinn 1961. Einnig flutti sambandsstjóri UMFÍ,
séra Eiríkur J. Éiríksson, útvarpserindi um bindind-
ismál í október s.l. í sambandi við bindindisdaginn.
Ungmennafélögin hafa ekki það vald, sem til þess
þarf að útrýma áfengisnautn úr landinu, en með
menningarlegu félagsstarfi leitast þau við að vinna
bindindismálum gagn og gera það. Ungmennafélag
Islands hefur skorað á ungmennafélögin að leggja
kapp á að hafa alLar sínar samkomur með menn-
higarbrag og það er vitað iað flestar samkomur, sem
ungmennafélögin standa fyrir, eru til fyrirmyndar,
en það ber stundum meira á því, sem miður heppn-
as* en hinu, sem vel er gert.
Síðasta landsmót heppnaðist mjög vel að dómi
þeirra, er viðstaddir voru, einnig hvað snerti reglu-
semi og alla umgengni. Óvinsamleg rödd lét þó til
sín heyra á opinberum vettvangi í gagnstæða átt.
Var það mjög ómaklegt í garð menningarhéraðs og
þeirra samtaka, sem að mótinu stóðu.
UMFÍ er í Landssambandinu gegn áfengisbölinu.
I fulltrúaráði þess eiga sæti: Guðjón Jónsson kenn-
ari og Þórður J. Pálsson kennari.
Skinfaxi.
Skinfaxi, tímarit ungmennafélaganna, hefur frá
síðasta landsmóti komið út í fjórum tvöföldum
heftum, sem eru samtals 290 síður með auglýsingum.
Upplagið er 1490.
Ritið hefur flutt svipað efni og áður: Greinar um
félagsmál, íþróttir, starfsíþróttir, menningar- og
þjóðernismál, kvæði, skákþætti og fréttir frá skrif-
stofunni og úr skýrslu héraðssambandanna.
Sambandsstjóm hefur ekki enn notað heimild síð-
asta sambandsþings til þess að hækka áskriftar-
giald Skinfaxa, vegna þess að útkoma ritsins hefur
ekki verið regluleg og stærð þess ekki samkvæmt
áætlun. Utgáfukostnaður allur hefur aukizt mjög
niikið og vantar því nokkuð á að ritið beri sig.
Kaupendahópur Skinfaxa er alltof fámennur, en
sum félögin eru þó til mikillar fyrirmyndar t. d. þar
sem Skinfaxi er keyptur á hverju heimili, þar sem
ungmennafélagi er. Póstkröfuaðferðin við innheimtu
áskriftargjalda hefur reynzt illa. Bezta innheimtu-
aðferðin er, að féhirðar félaganna innheimti gjaldið
f h. UMFÍ um leið og félagsgjaldið.
18
SKINFAXI