Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 42
Það þótti og nokkur nýlunda, þegar fót- boltinn kom til sögunnar og var það mjög vinsæl skemmtun meðal piltanna. Eftir að ég byggði húsið hér 1 Vík árið 1908, hafði félagið í mörg ár leigða sér- staka fundarstofu og þar hélt það 2—3 skemmtisamkomur á vetri hverjum. Stundum varð ágóði af þessum skemmtun- um og rann hann þá í félagssjóð. Árið 1914 átti félagið dálítið í sjóði og kom til orða að byggja samkomuhús, en þá skall fyrri heimsstyrjöldin á, svo að ekki varð úr þessum framkvæmdum. Ekki man ég hvaða ár það var, er stúlk- ur voru teknar í félagið, en við það varð félagið nokkuð fjölmennt. Ungmennafélagið Æskan hefur starfað fram á þennan dag, með smáhvíldum þó, og starfar nú með miklum þrótti. Það mun hafa verið snemma á árinu 1907, sem ungmennafélagið Tindastóll var stofnað og átti ég þar einnig hlut að máli, var það miklu fjölmennara og fjörugra, enda fyrir bæði kynin. Stóð þetta félag ár- lega fyrir vel undirbúnu aðalhéraðsmóti í mörg ár. Voru þar sýndar íþróttir, veð- reiðar fóru fram, mælt fyrir minni, flutt kvæði og margt fleira. Árið 1910 er Samband skagfirzkra ung- mennafélaga stofnað hér í Vík, voru ung- mennafélögin þá orðin almenn hér í hér- aðinu. Brynleifur Tobiasson var aðalhvata- maður þess, hann var þá kennari við ung- lingaskólann, sem haldinn var hér í Vík í nokkur ár. Þegar ég nú sem eldri maður lít yfir þetta tímabil, dylst mér ekki, að með ung- mennafélagsskapnum berast nýir og hollir straumar inn í þj óðlífið, sem fjarlægðu heimóttarskap, er þá var alls ekki óþekkt- ur, þessir straumar örvuðu sjáfstraust fé- lagsmanna og gerðu menn eðlilega í allri framkomu og þá jafnframt meiri félags- hyggjumenn og frjálslegri í allri hugsun. Allur góður félagsskapur er mannbætandi og leiðir til framgangs góðra hugsjóna. Það, sem maður rekur augun í fyrst og fremst, er ytra borðið, sem ævinlega stend- ur í nán-u sambandi við tímann, því að- stæður voru allar aðrar þá og nú, svo gjör- ólíkar. Sem dæmi má nefna draum unga mannsins að eignast góðan hest, nú er það bíllinn, sem er mest áberandi. 1 byrjun aldarinnar var mikill áhugi fyrir kveðskap og ljóðagerð, bæði til að syngja og fara með. Kvæðaflutningur var fastur liður á skemmtunum fólksins og söngur ættjarðarljóða. Þá bar talsvert á því meðal unglinga. að sýna hreykni út af okkar fornmenningu og því, að við vorum eina menningarþjóðin, sem hafði lagt vopn- in á hilluna. Okkur dreymdi um annað og betra en vopn og hnefarétt. Á þessum tíma dreymdi æskuna stóra drauma um framtíðina. öldin nýgengin í 42 SKINFAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.