Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 43

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 43
garð og fyrsti tugur hinnar nýju aldar færði þjóðinni fyrstu sigrana í aldagamalli frelsisbaráttu. Islendingar voru nú fyrst að njóta þess að fá húsbóndaréttinn í eigin landi, og fyrsti íslenzki ráðherrann, sem jafnframt var eitt af glæsilegustu skáldum okkar, settist að hér heima, og naut hann almennrar aðdáunar. Þá var og fyrst í sögu þjóðarinnar rofin einangrun við umheiminn með símasam- bandi. Þá var einnig á þessum tug aldarinnar stigið stórt spor með setningu nýrra fræðslulaga, sem tryggðu yngstu kynslóð- inni betri aðstöðu til almennrar fræðslu. Þá urðu og allörar framfarir í atvinnu- vegum þjóðarinnar með tilkomu véltækn- innar bæði til sjós og lands. Öllum þessum umbótum fagnaði æska landsins af heilum hug. Bjartsýni lá í loftinu og loks var lokið fólksflutningi til Vesturheims. Ungmennafélögin, sem þá þegar voru komin á 1 egg, urðu strax virkir aðilar í upp- byggingu þjóðlífsins og fögnuðu hverjum unnum sigri. Landið var ekki einungis fagurt í augum æskunnar, það átti nægan auð, en þjóðina skorti þekkingu til að notfæra sér hann. Æskan átti bæði orku og viija til átaka við hið raunhæfa líf og sá þegar glöggt að fyrsta skilyrði til þess að geta notið þeirra hæfileika til fulls, varð hún að sjá sér fyrir meiri menntun og það gerði hún. Unnir sigrar í sj álfstæðismálum þjóð- arinnar leiddu óhjákvæmilega til meira sjálfstrausts og öruggrar baráttu, enda mátti heita, að í lok þeirrar baráttu stæðu allir sem einn maður og áttu ungmenna- félögin drjúgan hlut í fullnaðarsigri þeii’ra mála. Æskan í dag, sem nú er að vaxa upp í landinu, þekkir ekkert til örðugleika ung- dómsins fyrir 50—60 árum. Sultur er óþekkt fyrirbrigði og vanþroski af þeim ástæðum sem betur fer úr sögunni. Iburður í klæðaburði var algerlega óþekktur. Æsk- an í dag þekkir ekki til þeirra hreysa, sem allur almenningur varð að hýrast í í þá daga. Aðbúnaður er sem sagt allur annar og betri, enda mun það sannast sagna, að æskan er almennt glæsilegri á velli og bet- ur búin en nokkru sinni fyrr. Hitt er svo annað mál, að margt bendir til þess frá sjónarmiði okkar eldri mann- anna, að þrátt fyrir allt sé hún tæplega jafn skelegg í sjálfstæðiisbaráttu þjóð- arinnar eins og hún var fyrir 50 árum, og stafar það vafalaust að einhverju leyti af breyttum aðstæðum. Það eitt er víst, að æskan í dag er fylli- lega fær um að halda áfram þeirri þróun- arbaráttu, sem þegar er hafin og óskhyggj- an leitar fyllra lífs og alltaf er leitað nýrra sanninda, enda var okkur bent á endur fyrir löngu að hverju við ættum að leita. Æskudraumar ungdómsins er friðarrík- ið. Allar okkar dyggðir og ódyggðir, allt okkar hugvit og þekkingarþrá eiga upptök sín í hugheimi einstaklinganna og væri því vel þess vert að reyna að hreinsa þar til með heilnæmum anda. Friður vinnst aldrei með vopnum, ef við getum orðið ein- huga um að skapa friðarríki, verðum við fyrst og fremst að fjarlægja úr landi okk- ar allar vítisvélar og villimennsku og sýna það í verki, að við viljum lifa í friði við allar þjóðir og að við trúum á góðvild og bræðralag í öllum samskiptum manna á meðal. Árni J. Hafstað. SKINFAXl 43

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.