Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 48

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 48
SÍGILDAR SÖGUR IÐUNNAR IÐUNN gefur út flokk skáldsagna, sem valið hefur verið heitið SlGILDAR SÖGUR IÐUNNAR. 1 þeim flokiki birtast emvörðung'u heimsfrægar úrvals- sögur, sem um áratuga skeið hafa verið virasælasta lestrarefni fólks á öllum aldri. En til bókaflokksins er þó ekki hvað sízt stofnað í þeim til- gangi að gefa æsku landsins kost á að lesa þessar vinsælu og sígildu bækur í góðum þýðingum og vönduðum útgáfum. — Fyrstu fjórar sögurnar eru þessar: Ben Húr Hin heimsfræga saga Lewis Wallace. Aðalsöguhetjan, Ben Húr, líf hans og örlög gleymast engum, sem söguna hafa lesið. Ben Húr hefur komið út í fleiri útgáfum og verið þýddur á fléiri tungumál en nakkur önnur bók í [íeiminum, að biblíunni einni undanskilinni. Kofi Tómasar frænda Ógleymanleg skáldsaga eftir H. Beecher Stowe, sem hafði gífurleg áhrif þegar hún kom út, og átt'i m. a. drjúgan þátt í að hrinda af stað þræla- stríðinu í Bandaríkjunum. Kofi Tómasar frænda er talin næstvíðlesnasta skáldsaga í heimi. Ivar hlújórn Hin heimsfræga saga Walters Scott um dularfulla, svarta riddarann og bandamenn hans, burtreiðar, orustuna um kastalann, svínahirðinn Gyrði, fíflið, sem var vitrara en húsbóndi hans, og margar aðrar eftirminnilegar söguhetjur. Bakgrunnur sögunnar er hið litríka en róstusama England krossferðatímabilisins. Ivar hlújárn hefur farið sigurför um heiminn sem bók og kvikmynd. Skyffurnar I—III Frásagnargléði og frásagnarsnilld hins víðfræga höfundar Alexandre Dumas nýtur sín hvergi betur en í Skyttunum, og lesandinn heiliast af hinu litríka lífi sögunnar og ævintýrum og mannraunum þeirra félaganna f j ögurra. I Ð U N N — Skeggjagötu 1 — Reykjavík. 48 SKIN FAX I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.