Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 5

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 5
Skinfaxi 80 ára Á þessu ári eru liðin 80 ár frá því Skinfaxi hóf göngu sína. Það má teljast ganga kraftaverki næst að aðeins tveimur árum eftir stofnun UMFÍ skuli samtökunum hafa tekist að koma út tímariti. Frumkvöðlar ungmennafélagshreyfingarinnar unnu af miklum þrótti og hugsjónaeldurinn breiddist um landið eins og eldur í sinu. Það þurfti málgagn til að veita upplýsingar og til að örva til dáða. 11. tölublaði Skinfaxa skrifar Helgi V altýsson sem ásamt Guðmundi Hjaltasyni myndaði fyrstu ritstjórn: „Skinfaxi heitir hann, og sól og sumaryl vill hann breiða yfir land allt. Bera kveðju milli ungmennafélaganna. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðsvegar um land.” Áhrif Skinfaxa urðu ótrúleg, enda rituðu í blaðið margir hugsjónamenn sem síðar áttu eftir að verða þjóðskörungar og stjórna landinu á erfiðum tímum. En 80 saga Skinfaxa er ekki eintóm sigurganga, þar hafa skipst á skin og skúrir og útgáfan hefur oft átíðum veriðerfið. Ungmennafélögumheurfjölgað verulega á undanförnum árum og eru nú um 40 þúsund talsins. Sty rkleiki ungmennafélagshreyfingarinnar hefur sjálfsagt aldrei verið meiri, nema ef vera skyldi í byrjun, þótt erfitt sé að bera slíka hluti saman. Áskrifendasöfnun hefur gengið hægt og ekkert í samræmi við félagafjölgun. Hvað er til ráða? Þessari spurningu höfum við velt fyrir okkur frá því ég man eftir úr starfinu eða Pálmi Gíslason, formaður UMFI síðastliðin 20 ár. Það hefur stöðugt verið reynt að bæta blaðið, breyta því og höfða til sem flestra. Margar frábærar greinar hafa birst á undanförnum árum ásamt miklu af gagnlegum upplýsingum. Blaðið hefur verið kynnt eftir bestu getu. En þrátt fyrir mikinn áhuga og mikla starfsemi félaga vítt um land, verður Skinfaxi útundan. Á afmælisárinu hefur því verið rætt um að draga úr útgáfu blaðsins. Það verður að teljast undarlegt á þeim tíma þegar ungmennafélagshreyfingin er í sókn á flestum sviðum æskulýðs- og íþróttastarfs. En mikill útgáfukostnaður blaðsins sem nær til svo fárra hefur valdið þessari umræðu. Það erekki sársaukalaust að leggja niður eða draga úr útgáfu Skinfaxa. Saga blaðsins höfðar til tilfinninga margra og vonandi finnum við nýjar leiðir. Leiðir til að ná til félaga okkar og gera blaðið að því sem það var og ætti að vera. Pálmi Gíslason. Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóri:Ingólfur Hjörleifsson. - Ábyrgöarmaöur: Pálmi Gíslason. - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaöur, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guömundur H. Sigurösson, ritari. Meöstjórnendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýösson, Sæmundur Runólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91 -12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentstofa G. Ben - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aösendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgö höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eöa stjórnar UMFÍ. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.