Skinfaxi - 01.12.1989, Page 6
Lottó á dönsku
Norðmennirnir í Grimsaguten skoða fiskeldisstöðina Fiskalón í Ölfusi.
Norömenn sækja heim Baldur
Lítil ferðasaga frá liðnu sumri af nokkrum Norðmönnum
sem heimsóttu félagsmenn í Umf. Baldri.
Þaðvarsíðdegismiðvikudaginn 14.júnís.l. að 19félagarúrUngdomslaget
Grimsaguten komu til Islands í þeim tilgangi að heimsækja félaga í Umf.
Baldri Hraungerðishreppi. Hópurinn samanstóð af 13 konum og 6 körlum á
aldrinum 16 til 32 ára.
Það var hið „típiska” íslenska verður sem tók á móti Norðmönnunum á
Suðumesjunum. Rigning ogþoka, en það varkannski einmittþokan sem gerði
heimsóknina í Bláa lónið eins ævintýralega og raun bar vitni. Síðan var haldið
austur fyrir fjall og að gistheimilinu í Þingborg þar sem hópurinn gisti meðan
á dvölinni stóð.
A fimmtudeginum hafði veðrið batnað til muna og meira að segja sást til
sólar af og til. Byrjað var á að fara með hópinn á hestaleiguna Eldhesta við
Hveragerði. Allir fóru á bak þrátt fyrir ýmsar efasemdir um ágæti íslenska
hestsins, en komust að því að hann er traustsins verður og hinn besti ferðafélagi.
Þá var farið íeina afperl um erlendra ferðamanna á Islandi þ.e.a.s. Eden. Að
því loknu var Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum skoðaður undir leiðsögn
Olafs Njálssonar. Þaðan varfarið ífiskeldisstöðina Fiskalón íÖlfusi. Þarfékk
hópurinn góðar viðtökur og greindi l lpbye Christiansen stóðvarstjóri frá
rekstri stöðvarinnar og mörgu öðru skemmtilegu. Þá var komið að því að
kynna þeim íslenskan landbúnað og var farið á bæinn Litla - Ármót í þeim
erindagjörðum. Þar fylgdust þau með mjöltum og ýmsu fleiru.
Á föstudeginum tók hópurinn þátt í hátíðarsamkomu sem Baldursmenn
halda að vanda á íþróttasvæði sínu í Einbúa. Þar var farið í ýmsa leiki og
skemmtu menn sér hið besta. Eftir samkomuna var haldið á Selfoss og
Náttúrugripasafnið skoðað. Síðan var ánægjuleg kvöldstund í Þingborg með
söng og spili.
Sunnudagurinn heilsaði með dumbung. Nú átti að færa um uppsveitir
Árnessýslu. Fyrst keyrðum við til Þingvalla þar sem sr. Heimir Steinsson tók
á móti hópnum og sagði sögu staðarins.
Síðasta deginum var eytt í Biskupstungunum, að sjálfsögðu með viðkomu
á Gullfossi og Geysi og síðasta kvöldið var síðan kvöldvaka í Þingborg og má
telja líklegtað morguninn eftirhafi það verið nokkuð ánægðirNorðmenn sem
héldu heim á leið til Noregs.
Eins og segir frá hér annars staðar í
blaðinu er beinlínutengt lottó farið
af stað í Danmörku. Danir keyptu
fyrir 12 milljónir króna danskar í
fyrsta drætti. I kjölfar upphafs
lottósins þar í landi kom upp gagnrýni
fjölmiðla á að lottóið tæki frá öðrum
góðgerðamálahappdrættum
Aðstandendur danska lottósins tóku
sig þá til og gáfu 3 % af hagnaði til
þessara aðila.
Heimsmeistara-
getraunir
Islenskar Getraunir eru með í
undirbúningi að taka þátt í
samnorrænum getraunaseðli fyrir
heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnuáítalíu 1990. Ekkihefur
verið tekin endanleg ákvörðun um
þetta mál en það væri skemmtileg
viðbót næsta sumar fyrir tippara að
fá að spá í þann frábæra bolta sem
verður á Italíu næsta sumar.
Fjölbreytilegar
fjáraflanir
Fjáraflanirgetaveriðýmiskonarhjá
félögum. Hér koma nokkrar. HSK
sá um gæslu á tjaldsvæðinu á
Laugarvatni um síðustu verslunar-
mannahelgi. Skiptist fólk á vaktir
allan sólarhringinn og varþað altalað
eftir helgina að sjaldan hafi verið
jafn rólegt og notalegt um
verslunarmannahelgi á Laugarvatni
en mikið a fjölskyldufólki sækir þá
staðinn. HSK hafði um 200 þúsund
krónur upp úr krafsinu. Félögin
innan HSK skiptu 50% fjárins á milli
sín en HSK fékk hin 50% í
Landsmótssjóð sem er til undir-
búning Landsmótinu næsta sumar.
HSK er einnig að selja bílabúninga
(litlir búningar til að hengja í
afturglugga bifreiða) í litum
sambandsins eins og reyndar
fjölmörg félög gera. En það eru
6
Skinfaxi