Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 8
Fréttir af nýjasta félaginu Boðhlaupssveit Umf. Óðins, 12 ára og yngri á Húsavík í sumar. Félagar eru flestir afyngstu kynslóðinni. Nýjasta félagið í ungmennafélags- hreyfingunni er Ungmennafélagið Óðinn sem var eitt þriggja félaga klappað inn í UMFí á þingi UMFÍ í október síðastliðnum. Hér segir formaðurinn frá því helsta í starfi félagsins Ungmennafélagið Oðinn var stofnað 6. mars 1989 í Vestmannaeyjum. Stofnfélagarvoru 85 talsins. Félagið var stofnað af fólki sem verið hafði frjáls- íþróttadeild ÍBV. Stjóm félagsins skipa 7 konur. Félagið mun, í það minnsta til að byrja með, einbeita sér aðfrjálsum íþróttumásamtalmennu félagsstarfi. Við höldum að jafnaði þrjú mót í frjálsum íþróttum á ári, 2 utanhúss, Vestmannaeyja- meistaramót í júlí, Gámamót svonefnt í september. Það eru Gámavinir sem styrkja það mót sérstaklega en þeirhafaeinniggefið okkurbúninga. Svoereittinnimótí janúar. Sumardaginn fyrsta erum við með víðavangshlaup, á 17 júní erum við með svonefnt Hásteinshlaup. Friðarhlaupið kom hérvið síðastasumarvarhér 17.júní og var það í fyrsta sinn sem Eyjamenn tóku þátt í því. Við tókum þátt í hreinsunarátaki ungmennafélaganna og var prýðileg þátttaka. Við notuðum tækifærið til að gera okkur dagamun, lukum deginum með því að grilla og syngja við varðeld og var þetta mjög minnisstæður dagur hér í Eyjum. Göngudagur fjölskyldunnar var haldinn hátíðlegur hér í Eyjum í sumar, að öðru leyti en þessu tvénnu var starfið með nokkuð svipuðu sniði í sumar og verið hefur undanfarin ár hjá frjálsíþróttadeildinni. Alls æfa 70 til 100 börn frjálsar íþróttir á sumrin en um 40 börn að vetri til. Kvöldskemmtanir eru þrisvar sinnum á ári. Á sumrin eru æfingarfrámánudegi til fimmtudags og föstudagar eru síðan svonefndir skemmtidagar. Þá er farið í göngu- ferðir, á sjó eða gert eitthvað anna skemmtilegt sem fólki dettur í hug. Við sjáum um íþróttakeppni bama á Þjóðhátíð í Eyjum og margt fleira sem til fellur. Ekki meira að sinni. Hólmfríður Júl íusdóttir, formaður Umf. Óðins. Það er mikið gert afþví að hafa staifið sem fjölbreyttast hjá krökkunum í Umf. Óðni. A sumrin eru föstudagarnir notaðir sem „skemmtidagar" ogfarið í ýmsar ferðir. Hér eru félagsmenn að leggja í sjóferð um eyjarnar í blíðskaparveðri síðasta sumar. Enginn varð sjóveikur og þetta var eftiminnileg reynsla. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.