Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 12
Skinfaxi s málgagn UMFI Hafsteinn Porvaldsson Hafsteinn Þorvaldsson, formaöur Ungmennafélags íslands á árunum 1969 til 1979, ræöir um Skinfaxa, kynni sína af honum og fleira. Skinfaxi, málgagn Ungmenna- félags íslands hefur nú komið út í 80 ár. Blaðið hefur á þessum tíma átt sín blómaskeið en einnig erfið- leikatímabil þar sem við Iá að útgáf- an félli niður. Ritstjórar Skinfaxa hafa margir verið þjóðkunnir menn af ritstörfum sínum og því mikill fengur fyrir hreyfinguna að hafa haft slíka menn í þjónustu sinni. Málgagnið hefur á þessu 80 ára tímabil i með frásögnum sínum endurspeglað starfið innan hreyfingarinnar, stundum öflugt og fjölþætt en í annan tíma erfitt þó oft hafí þeirerfiðleikar verið staðbundnir við einstök félög eða byggðarlög. Fyrir forystumenn hreyfingar- innar hefur Skinfaxi verið ómetanlegt uppsláttarrit á hverjum tíma, þar sem lesa má óslitna sögu ungmennafélaganna og UMFÍ og velta upp og kynna sér þær áherslur og þann fróðleik sem málgagnið taldi brýnt að flytja félagsmönnum sínum. Fyrstu kynni mín af Skinfaxa voru þegar ég 14 ára gamall árið 1945 settist í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Sigurður, sem var einn af máttarstólpum ungmennafélagshreyfingarinnnarþá og síðar notaði málgagnið mikið við kennslu í skólanum og þareignaðist ég mín fyrstu eintök af Skinfaxa. Á þessum tíma voru í blaðinu afar merkilegirfræðsluþættir um íþróttir eftir þáverandi íþróttafulltrúa ríkisins, Þorstein Einarsson. Þorsteinn hóf að skrifa þessa þætti í blaðið haustið 1941, skömmu eftir að hann tók við sínum mikilsverða starfi sem íþróttafulltrúi. Þáttum þessum fylgdu teikningar og skýringamyndir sem og ljósmyndir og hélt Þorsteinn þessum þáttum sínum óslitið úti í blaðinu til ársins 1958 að ég held. Á árunum 1960 til 1964 átti blaðið í nokkrum erfiðleikum og kom Fyrir forystumenn hreyfingarinnar hefur Skinfaxi veriö ómet- anlegt uppsláttarrit á hverjum tíma, þar sem lesa má óslitna sögu ungmenna- félaganna og UMFÍ óreglulega út og í fáum eintökum. Árið 1965 er Eysteinn Þorvaldsson ráðinn ritstjóri blaðsins og rífur það upp úr þessum öldudal og hefur Skinfaxi átt góða daga síðan og verið útgefendum sínum til sóma. Jafnframt því að vera öflugt baráttutæki fyrir málstað hreyfíngarinnar hefur Skinfaxi verið góður fréttamiðill um það fjölþætta starf sem þar er unnið. Fyrstu árin sem Skinfaxi var gefinn út komu út 12 eintök af blaðinu á ári, fæst hygg ég að þau hafi orðið 2 á ári en í einu hefti. Árið 1969, á 60 ára afmæli Skinfaxa er ákveðið að gefa blaðið út í 6 eintökum á ári og hefur svo verið síðan. Utbreiðsla blaðsins hefur alla tíð sem ég man eftir verið nokkurt áhyggjuefni fyrir forystumenn UMFÍ. Ástæðanersúaðaðeinslítið brot af skráðum félagsmönnum þessarar öflugu félagsmálahreyf- ingar kaupir blaðið og fáir utan hennar. Áýmsumtímamótumísögu blaðsins og UMFÍ hefur verið gerð tilraun til þess að auka söluna á blaðinu og hefur það gengið misjafnlega. Undirritaður telur að nú, á tímum góðra samgangna og í tilefni 80 ára afmælisins, ætti hreyfingin að senda sölumenn af stað með okkar glæsilega málgagn til kynningar og sölu og helst að tvöfaldakaupendafjöldann á stuttum tíma. Kostnaður við slíka söluher- ferð gæti sem best tengst öðru útbreiðslustarfi fyrir hreyfinguna og tel ég að þeim fjármunum væri vel varið en vanda ber til vals á liðsmönnum í slíkan erindrekstur. Á þessum merku tímamótum í sögu Skinfaxa sendi ég öllum aðstandendum blaðsins mínarbestu kveðjur og þakkir fyrir glæsilegt íþrótta- og fréttablað sem kemur nú út með glæsibrag, litprentað og myndskreytt. Undirritaður vill þó minna á að eftirsjá er í þjóð- málaumræðunni sem oft var býsna athyglisverð í Skinfaxa og vakti þjóðarathygli. Hræðsla við að birta slíkargreinaríblaðinuhefurhindrað nú um sinn slíka umræðu. Vonandi hefst sú umfjöllun á ný og ættu forystumennn UMFÍ að hafa frumkvæði þar um. Hafsteinn Þorvaldsson 12 Skinfaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.