Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 13

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 13
Skinfaxi og íþróttirnar Þorsteinn Einarsson. ÞorsteinnEinarsson hefurí staifi sínusem íþróttafulltrúi átt þátt í undirbúningi margra Landsmóta eða alltfrá mótinu á Hvanneyri 1943. Landsmóta hefur verið getið mikið í Skinfaxa enda einn af hápunktum í starfi hreyfingarinnar. Hér er myndfrá Landsmótinu á Eiðum 1968, Skagfirðingar og Kjalnesingar eigast við í körfuknattleik sem leikinn var utanhúss á þessum tíma. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins og tíður gestur á síðum Skinfaxa í gegnum árin, segir frá íþróttaumfjölluninni í Skinfaxa, sinni eigin og annarra Ég hefi í nær fimmtíu ár lesið Skinfaxa og látið ritinu til birtingar greinar mínar um íþróttir, mót og starfsíþróttir sem þá og þá hafa verið viðfangsefni ungmennafélaga. Stefán Júlíusson ritstjóri 1946-’57 orðaði við mig þá nauðsyn að taka á ný upp fræðslu um íþróttir. Ritið birti um árabil fræðsluþætti mína um frjálsíþróttir. Stefán Kristjánsson aðstoðaði mig 1951 að gefa þættina út í bók. í ritstjóratíð Guðmundar Gíslasonar fór stjórn UMFÍ þess á leit við mig að gera stutta greiningarþætti um fuglatil birtingar í Skinfaxa, svo að ungmennafélagar á göngudögum og endranær geti aukið þekkingu sína á fuglum. Af bjartsýni og góðum hug til fugla og ungmennafélaga skrifaði ég um hina fiðruðu drótt í 7 tölublöð. Þættirnir voru krökkir af tölvuvillum, myndir svart/hvítar og því móðgun við vini mína fugla og ungmennafélaga. Úr þessu bætti Fuglahandbók Amar og Örlygs, sem út var gefin 1987, prýdd litmyndum, með aðstoð færustu fuglafræðinga. Textinn var saminn út frá þáttum mínum úr Skinfaxa. Þannig er Skinfaxi hluti af okkur, sem gefið hafaritinu stóran og smáan efnivið, mismunandi merkan og athyglisverðan en aldrei hefur tekist að gera það nógu vinsælt nema þá helst í ritstjóratíð Jónasar Jónssonar frá Hriflu (1911-1918), svo að oft hefur verið rætt um að leggja það niður. Hæstar voru þær raddir er Skinfaxi varð fertugur. A sambandsþingi UMFÍ nú fyrir skömmu var komið fram með tillögu um að sambandið sparaði sér árlegan tekjuhalla á úthaldi ritsins. Greinar íþróttalegs eðlis, t.d. yfirlit um úrslit móta, árangur í sundi og frjálsum íþróttum hafa vakið athygli iðkenda. Þrjú barnaböm mín, iðkendur sunds, frjálsra íþrótta og knattspymu, spyrja Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.