Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 15
Einar Vilhjálmsson, einn sterkasti íþróttamaður Islands, hefur oft skreytt síður Skinfaxa enda alinn upp í ungmennafélagshreyfingunni.. að skrifa um handknattleik og reitaknattleik (-undanfara körfu- knattleiks) og virka forystumenn ungmennafélaga til að skrifa um íþróttamót og héraðs- og fjórðungsþing. ÞannigvarðSkinfaxi leiðbeiningarit um iðkun íþrótta, heimildarit um sögu íslenskra íþrótta og þróun félagsmála. í störfum að íþróttamálum sem íþróttafulltrúi ríkisins naut ég Skinfaxa og nýt enn við athugun á sögu íþrótta, - og notaði ritið til að koma á framfæri hugðarefnum,- Þá ósk á ég heitasta til Skinfaxa 80 ára, að áfram verði haldið að birta frásagnir af íþróttalegum athöfnum og árangri þeirra, sem hafa vilja og þor til að ganga til leiks, - en um leið birta þeim hugvekjur um siðgæðið og lífið,- og fella ekki niður íþróttalega fræðslu. Ég held það sé rétt, að síðan Helga Alfreðsdóttir, sá dugnaðaríþróttakennari á Egils- stöðum, lauk við leiðbeiningaþætti sína, hafi engir verið birtir. Hvemig væri að taka til við fræðslu um beitingu sundtaka á vatnið eða beitingu borðtennisspaða? Við sem unnum íþróttum hljótum að vona, vegna velferðar þeirra sem þær iðka, að takast megi að viðhalda útkomu Skinfaxa, því hann hefur verið „fjöregg” ungmennafélags- starfsins. Hann hjálpar til að gera því fært að lifa og lifa vel! Þorsteinn Einarsson. 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Ungmenna- og íþróttafélög Muniö aö viö gefum ykkur aö minnsta kosti 5% afslátt allt áriö 1990. Hringið og íáiö myndalista. ALFi 720 BORGARFIRÐI EYSTRI • 97-29977 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.