Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 26

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 26
Gamlar myndir Guðjón Ingimundarson Fráfyrsta Landsmótinu, 1911 íReykjavíkjjórum árum eftir að UMFI var stofnað. Skinfaxi, tímarit U ngmennafélags Islands, hefur nú komið út í 80 ár samfellt. Það er út af fyrir sig þrekvirki. I upphafsgreinritsinsárið 1909, „Til ungmennafélaga íslands” segir svo meðal annars: „Nú vill Skinfaxi reyna að lyfta undir bagga með ungmennafélögunum og reyna af öllum mætti að bæta úr því, sem mest er ábótavant í starfi þeirra. Tengja saman félögin í sterka, starfandi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða.” Spyrjamá; hefurþettatekist? Mitt svar er jákvætt. Skinfaxi hefur verið félögunum hvatning og tengt þau saman til félagslegra átaka og framkvæmdaáýmsumsviðum. Það er mín skoðun að hann hafi einnig, einkum á fyrstu áratugunum, verið mikilsverður aflgjafi í íslensku þjóðfélagi og ýtt af stað margháttuðum þjóðfélags- brey tingum og menningarstraumum til framfara. Ég óska Skinfaxa til Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS og stjórnarmaður í UMFÍ í tugi ára sendir Skinfaxa kveðju og segir nokkrar sögur frá kynnum sínum af ungmennafélags- hreyfingunni „Skinfaxi hefur verið félögunum hvatning og tengt þau saman til félagslegra átaka og framkvæmda á ýmsum sviðum." hamingju með 80 ára afmælið og vænti þess að hann megi á komandi árum þjóna ungmennafélögunum og framfaramálum þjóðarinnar á sama hátt og á liðnum árum. Það er sjálfsagt sameiginlegt með flestum kynslóðum, að þær telja sig hafa lifað meiri breytinga- og framfaraskeiðennokkurönnur. Svo er og með mig og trúlega mína kynslóð. Svo hafa breytingarnar í þjóðfélaginu verið stórstígar síðustu áratugina. Þátttaáka mín í ungmennafélagshreyfingunni er orðin æði löng; um 30 ára formennska í héraðssambandi og 18 ára aðild að stjórn UMFI skilur auðvitað eftir eitthvað af myndum og minningum. Þær komast ekki allar á blað í stuttri grein. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.