Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 43

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 43
Slappað afísól og sumaryl, ekkiþingeyskri sól heldurþýskri. Myndin ertekin íhinni vel heppnuðuferðfrjálsíþróttafólks til Vestur -Þýskalands síðasta vor. Önnur slík mun vera í bígerð. að halda uppi „gömlum stjömum” sambandsins heldur byrja frá grunni, leita til þeirra yngstu og byggja upp með þeim á skipulegan hátt góðan hóp frjálsíþróttafólks. Unglingastarfið fékk forgang Það var sem sagt ákveðið að leggja megin áherslu á barna- og unglingastarfið. Það var að sjálfsögðu ekki nein ný hugsun en hafði ekki verið í 1. sæti á verkefnalistanum. I þessu sambandi var hugað að því að fjölga mótum fyrir krakkana og öðru slíku. Þetta hefur tekið tíma og það hefur verið frekar hljótt um okkur til þessa en vonandi tekst að halda áfram þessu starfi.” -Það var frjálsíþróttaráð undir forystu Haralds Þórarinssonar sem tók þessar ákvarðanir fyrir nokkrum árum. Haraldur er nú fluttur suður yfir heiðar og býr búi á Laugardælum, skammt frá Selfossi. En Gunnar Jóhannesson tók við formennsku í frjálsíþróttaráði og þeir sem áfram störfuðu að þessum málefnum héldu uppi sömu stefnu. Núna stýrir Anna Mkaelsdóttir ráðinu. „Fólk eins og Ágústa Pálsdóttir, Sigurbjörn Ágústsson og fleiri og fleiri voru á 10 til 11 ára aldrinum á þessum tíma”, segir Gunnar „þegar þetta uppbyggingarstarf hófst. Eitthvað hefur kvamast úr þessum hóp en ekki mikið og einhverjir hafa bæst við. Þessi áhersla á barna- og unglingastarfið er meginástæðan fyrir árangrinum, það þurfti auðvitað ákveðið þolgæði til að halda þessu starfi gangandi því það næst ekki slíkur árangur ánokkrum mánuðum. Þetta er margra ára vinna en ánægjan af því að starfa með þessum góða og samstæða hópi eru ágætis laun. Síðan kom auðvitað Landsmót UMFÍ á Húsavík "87 og það hélt áhuganum við. Svo má sjálfsagt nefna þá aðstöðu sem er á Laugum, þó svo hér vanti reyndar enn fullbúinnfrjálsíþróttavöll. Aðstaðan er sjálfsagt svipuð því sem gengur og gerist en hefur kannski eitt fram yfir margar aðrar „íþrótta- miðstöðvar”. Laugar eru miðstöð í héraðinu í ýmsum skilningi, hér er mikil og gróin hefð fyrir uppeldisstarfi, í íþróttum sem í öðru. Það gerir Laugar sérstakar. Þá höfum við bryddað upp á vissum nýj ungum undanfarin ár. Þar má nefna áherslu okkar á æfingabúðir. Við höfum auk þess fjölgað mótum yfir veturinn. Þau hafa orðið fleiri en gengur og gerist. Svo höfum við alltaf verið vakandi fyrir því að breyta fyrirkomulaginu ef okkur hefur fundist eitthvað ekki nógu gott. Oft er það að fólk í svona starfi er mjög hikandi við að gera breytingar á slæmu fyrirkomulagi. Við höfum reynt að gæta þess að láta slíktekkihendaokkur. Aðsjálfsögðu eru þó alltaf til mismunandi skoðanir á hlutunum.” Sérhæfö íþróttabraut Laugar í S-Þingeyjarsýslu hafa löngum verið eitt helsta skólasetur Þingeyinga, frá þeim tíma er ungmennafélögin ásamt fleirum áttu sinn þátt í að stofna Alþýðuskólann á Laugum sem síðar varð Héraðsskólinn og nú reyndar Framhaldsskólinn á Laugum. Eins og margir vita hafa héraðsskólamir átt undir högg að sækja í fj ölbrautaskólakerfinu. Þingey ingar sækja það hins vegar fast að hann verði áfram menntasetur með þeim hætti sem hann hefur verið. Gunnar segir að ef svo á að verða sé nauðsynlegt að skólinn bregðist við nýjum aðstæðum. „Að þessu hefur verið unnið undanfarið og það er litið til íþróttanna sem uppeldistækis, sem einnar af nýjungunum. Það er verið að vinna þeirri hugmynd fy lgis í menntamálaráðuney tinu og víðar að á Laugum verði komið á öðruvísi námi en menn þekkja í dag. Hugmyndin er að koma upp nokkuð sérhæfðri íþróttadeild við framhaldsskólann. í þessari nýju deild sem væri nám í 3 ár, væri gert ráð fyrir því að nemendur störfuðu milli 2. og 3. árs sem leiðbeinendur hjá ungmenna- og íþróttafélögum, þóundirleiðsögn. Þaðhefureinmitt verið leitað til HSÞ með að hafa milligöngu varðandi þessa leiðbeinendur. Hugmyndin er að þessi 3 ár dugi til að komast inn í íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni, nemendur verði á þessum 3 árum búnir að fá þá undirstöðumenntun sem dugi til náms á Laugarvatni og verði jafnvel betur undirbúnir fyrir nám til íþróttakennaraprófs. Auk þess sem hér hefur verið nefnt eru uppi hugmyndir um fleiri nýjar deildir. Auk þess að koma Laugaskóla og HSÞ vel er þetta auðvitað geysilega mikilvægt fyrir alla byggð á þessu svæði”, sagði Gunnar að lokum. IH Skinfaxi 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.