Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 72
Nýbók
Um uppeldi
Um uppeldi. Höfundur:
Guðmundur Hjaltason.
Utgefandi: Frjálst Framtak. Rvk.
1989.
Dr. Bragi Jósepsson, bjó undir
prentun, skrifaði formála og
skýringar.
Guömundur Hjaltason,
einn af fyrstu
ritstjórum Skinfaxa og
formaður UMFÍ
gaf út mikið lesmál um
sína daga auk þess
sem hann ferðaðist
um landið á vegum
UMFÍ og hélt
fræðslufyrirlestraum
hin ólíklegustu efni.
Nú hefur ett ritverka
hans verið gefið út og
Þorsteinn Einarsson,
fyrrverandi
íþróttafulltrúi ríkisins
segir frá bókinni og
Guðmundi.
Tilviljun og hún hugstæð, að er
ég hóf ritgerð um hvað Skinfaxi,
tímarit UMFÍ hefur verið íþróttalífi
þjóðarinnar, flytur Morgunblaðið
frétt um að út sé komin á vegum
tímritaútgáfunnar, Frjálst Framtak,
bókin „Um uppeldi”. Höfundur
hennar er Guðmundur Hjaltason,
sem varannartveggjafyrstu ritstjóra
Skinfaxa, 1909-1911.
Hjóm eitt er vart textinn áttatíu
ára gamall, úr því kennslufræðingur
með doktorsgráðu í fræðunum, dr.
Guðmundur Hjaltason.
Bragi Jósepsson, lektor við
Kennaraháskóla Islands sá ástæðu
til að koma á framfæri kenningum
Guðmundar, ritstjóra Skinfaxa og
farandfyrirlesara UMFÍ í ellefu ár,
um uppeldi bama. Guðmundursækir
stoðir kenningum sínum í kristna
siðfræði og menningarhefðir
íslenskar og skandinavískar. Dr.
Bragi og útgefendur bókarinnar eiga
hið minnsta skilið góðar þakkir fyrir
sóma sýndum Guðmundi og
ræktarsemi við störf hans. Tíu
síðustu æfiárunum varði Guðmundur
í þágu ungmennafélaganna. Hann
heimsótti félaga þeirra um allt land
og hafði flutt þeim um 1100
fyrirlestra árið 1919, er hann lést.
Mörg sporin hefur hann orðið að
stíga, og þau einkum að vetarlagi, til
þess að færa fróðleik á tímum fárra
fjölmiðla.
Dr. Kristinn Guðmundsson,
utanríkisráðaherra og síðar
sendiherra í London og Moskvu var
uppalinn íRauðasandshreppi þarsem
Umf. Von starfaði. Dr. Kristinn
ritaði endurminningar sínar og
minnist þar á komur Guðmundar í
þessa afskekktu heimabyggð sína:
„Ég fékk tvívegis að hlusta á hann,
og mér líður seint úr minni, hve
mælskurhannvar. Hanntókólíkustu
efni til meðferðar. Hann talaði meðal
annars um Múhameð í öðru þeirra
erinda,erégheyrði. Égmundilengi
margt af því sem hann sagði um
Múhameð þótt ég væri kornungur á
þessum tíma.”
Fleirum urðu ógleymanleg kynni
við Guðmund, hafa orð á hjartahlýju
hans, góðseminni sem skein úr
sérkennilega björtum augum hans
og hins fágaða góða máls sem hann
beitti við flutning erinda sinna.
Guðmundur var borgfirðingur,
fæddur 1853. Við nám erlendis var
hann 1875-'84. Heimkominn vann
hann að kennslu. Gerði á þremur
stöðum tilraunir með að starfrækja
lýðskóla. Áárunum 1903-’08dvaldi
hann í Danmörku, flutti þá um 600
fyrirlestra í æskulýðsfélögum og
skólum. Eftir hann liggja greinar í
blöðum og tímaritum, hér og
erlendis. Endurminningarhafðihann
lokið við er hann lést.
Ungmennafélögin gáfu þær út árið
1923. Guðmundur kvæntist árið
1897 Hólmfríði M. Bjömsdóttur
(1870-1948). Börn þeirra urðu tvær
dætur og sonur, sem lést í
frumbernsku. Ungmennafélögum
mun enn kunnur fyrsti fræðslustjóri
ISI, Jóhannes Sæmundsson,
íþróttakennari við MR, sem lést á
besta aldri 1982, en hann er
dóttursonur Guðmundar.
Þorsteinn Einarsson.
72
Skinfaxi