Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 20
verið bent á Hvalbak og Kol- beinsey sem hliðstæður. Rök okk- ar íslendinga gegn þessu eru þau að bæði Hvalbakur og Kolbeinsey hafi mjög lengi verið sjálfstæðir grunnlínupunktar (eftir 1901 sýna sjókort Hvalbak og Kolbeinsey með sérstaka landhelgi). Hinsvegar er tiltölulega stutt síðan Bretar helguðu sér Rockall eða frá árinu 1955 og þeir imm- limuðu hann ekki formlega í stjórnkerfi sitt fyrr en árið 1972. Auk þess sem Rockall er mjög utarlega í bresku efnahagslögsög- unni og mundi færa Bretum óeðlilega stóran skerf af hafsvæð- inu, fengi hann 200 mílna efna- hagslögsögu. Rockall er aðeins 376 sjómílur frá íslandi og mundi skerða íslensku efnahagslögsög- una um 4000 km2 næðu Bretar þessu fram. Hvalbakur stækkar efnahags- lögsögu íslands um 3200 km2 og Kolbeinsey um 9400 km2 . Eins og sjá má á kortinu eru báðir þessir staðir tiltölulega innarlega í lög- sögunni. í viðræðum sem fram hafa farið milli íslendinga og Dana nýlega, hafa hinir síðar nefndu ákveðið að leggja til hliðar í bili deiluna um Kolbeinsey og virða um sinn fisk- veiðimörkin eins og íslendingar hafa ákveðið þau á þessum slóð- um. Danir áskilja sér þó allan rétt til að taka málið upp síðar. Deilan um Kolbeinsey er því síður en svo úr sögunni og ágrein- ingurinn um Hvalbak heldur áfram. Spurningin er hvort ekki eigi að knýja fram úrslit í deilunni um Hvalbak áður en Hafréttar- ráðstefnan lýkur störfum og byggja á langri hefð hans sem grunnlínupunkts. Ættum við ekki að fara að ráðum Sigurðar skip- herra, hætta að stugga færeysku fiskiskipunum út fyrir. Færa þau heldur til hafnar og láta reyna á stöðu Hvalbaks sem grunnlínu- punkts. BA. 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.