Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Qupperneq 30
Tómas Guðmundsson skáld og Sigfús unga sem ég átti oft erindi við í nafni bankans. í síðustu heim- sókninni til hans þakkaði ég hon- um fyrir allt sem hann hafði kennt mér. Kennt þér, hváði hann ösku- vondur. Ég hef ekkert kennt þér. Jú, þú hefur kennt mér mikið. Þú hefur kennt mér hvernig menn eiga ekki að vera. Maðurinn mýktist svo við þessi orð að ég sneið broddinn af ofanígjöfinni með því að bæta við: Þú ert að vísu ekki sá eini sem hefur kennt mér það. I Landsbankanum var víxla- maður Haraldur Johannessen, maður harður í horn að taka, gat verið viðskotaillur og vafalaust oft ekki veitt af, erilsamt starf, vanskil — og hjá sumum eilíft kvabb um framlengingar. Þessvegna kom fyrir að illa lá á Haraldi, en ég þekkti hann úr ÍR sem hinn mesta ljúfling. Eitt sinn þegar ég stóð við víxlaborðið og heyrði hann hreyta í mann, sagði ég: Heyrðu Haraldur, af hverju vinnurðu ekki bara hjá ÍR? Þú ert alltaf í svo góðu skapi þar. Haraldur þagnaði, horfði á mig alveg dolfallinn, sagði svo — og brosti meira að segja: Þú ert aldeilis ágætis strákur. Það var afspyrnugaman í Iðnó og ég undrast að enginn sem þar starfaði skuli hafa drepið niður penna og sagt frá ýmsu kostulegu sem gerðist þar bak við tjöldin. Skýringin er kannski sú sem séra Jón Thorarensen gaf mér þegar ég spurði hann, hvort prestarnir sæju aldrei úr stólnum neitt skemmti- legt sem í frásögur væri færandi. Ójú, blessaður vertu, svaraði séra Jón. Maður má bara ekki segja frá því. Nei, auðvitað ekki. Þá eruð þið komnir út fyrir menninguna, eða hvað? Jájá, þú átt kollgátuna elskan mín, svaraði séra Jón. 30 En ég sé það á augunum í þér að þú ætlar að teyma mig út fyrir hana. Ég er svo sem til í tuskið. í fyrsta hlutverki mínu í Iðnó lék ég strák sem klæddist skota- búningi, pilsi, og það varð nú til þess að stúlkur á mínu reki fliss- uðu heldur betur. Strákur í pilsi. Svona búningur hafði aldrei sést hér áður. En búningurinn var þannig til kominn að faðir Har- alds A. Sigurðssonar hafði verið skoskur konsúll og Haraldi gefinn búningurinn þegar hann var á mínu reki. Stefán Haraldsson Björnssonar leikara hafði verið valinn í þetta hlutverk, en veiktist þegar hálfur mánuður var til stefnu. Ég var þá beðinn að hlaupa í skarðið. Ég var á báðum áttum og spurði mömmu hvort hún héldi að ég gæti lært hlutverkið á tveimur vikum — og hún hvatti mig eins og jafnan; ég gæti það ef ég ætlaði mér það. Ég sló því til. Og ég hef aldrei á ævi minni skemmt mér eins konung- lega. Ég var svo grænn að ég fann ekki fyrir votti af sviðsskrekki. Leikritið var Æska og ástir. Soffía Guðlaugsdóttir leikstýrði og gerði stormandi lukku. I einu hlutverka minna lék ég á móti Haraldi Á. Sigurðssyni, lék pikkaló í Þorláki þreytta. Emil Thoroddsen, sá mikli og ástsæli listamaður, íslenskaði það og staðfærði. Uppátækin hans Haraldar á sviðinu voru óborganleg. Á tjald- inu voru gægjugöt fyrir leikstjór- ann til að ganga úr skugga um hvort leikhúsgestir væru komnir í sæti þannig að sýning gæti hafist, en Haraldur notaði götin til ann- ars. Hann kíkti til að kanna hvort í salnum væru ekki einhverjir kunnir borgarar sem draga mætti inní leikritið á stað við hæfi — í einni setningu eða svo — og mót- Ieikarinn varð þá að vera maður til að klára sig af óvæntri breytingu á textanum, standa ella á gati — sem var líka brúkleg skemmtun. Pétur Bernburg hét fiðluleikari í Reykjavík — og einu sinni er það í samtalsbroti að Haraldur gerir óvænta breytingu á textanum. Hann leikur þjón sem kemur inn á sviðið til Brynjólfs Jóhannessonar VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.