Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 33
En skáldin vita að einmitt ást, já einmitt ást, já einmitt ást er orð sem rímar móti brást og þjást. Við erum svo hamingjusöm í dag að enginn skuggi fellur á okkar gleðibrag, við bönkum undir borðið að hamingja vor haldist að hamingja vor haldist, já haldist. Ég var sextán ára þegar þetta var, söng þá í fyrsta sinn opinber- lega. Tveir óvandabundnir menn kostuðu mig um tíma til tónlistar- náms, annar var Guðmundur Loftsson bókari í Landsbank- anum, hann var mikill vinur föður míns og kom oft heim. Við köll- uðum hann Nýafa. Hinn var Guðmundur Grímsson húsgagna- meistari. Velgerðarmenn sem engin hætta er á að ég gleymi. Guðmundur Loftsson kostaði tónlistarnám mitt einn vetur hjá Sigurði ísólfssyni, bróður Páls, og Guðmundur Grímsson eitt ár í Tónlistarskólanum. Ég hef þá verið um tvítugt, segir Stella. Guðmundur Grímsson spilaði sjálfur prýðisvel á hljóðfæri. Eftir öll þessi ár er mér í fersku minni þegar þykkar hendur hans liðu yfir hljómborðið. Það var falleg sjón. Ég lauk við Tónlistarskólann og var jafnframt mikið í kórum og stundaði söngnám hjá Pétri Jóns- syni óperusöngvara. Það er hygg ég yndislegasti og stórbrotnasti persónuleiki sem ég hef kynnst í hópi listamanna. Það var sama hvort heldur hann söng í söng- leikahöllum heimsins, í Almanna- gjá, í tjaldbúð, fyrir einn mann, tvo — eða tíu þúsund, með eða án undirleiks. Hann söng alltaf eins — af því að hann söng frá hjartanu — og lítillætið, auðmýkdn fyrir listinni, það er og verður auðkenni á miklum listamanni. Þannig var VÍKINGUR Pétur. Hann var hafinn yfir allt dægurþras, allt smælki, örlaði ekki á öfund í fari hans. Ef svo bar við í söngtímum hjá honum að í út- varpinu heyrðist góð söngrödd, gladdist hann eins og barn, hlust- aði af athygli og sagði: Kannski er þarna einn góður að bætast í hópinn okkar. Eitt sinn þegar hann var að sýna mér hvernig ætti að mynda tón heyrðist brestur í stórri kristalsskál á borðinu. Hvað er þetta? hváði ég. Kristallinn, svaraði hann. Ég gekk að skálinni. Hún var heil að sjá, en þegar ég snart hana datt hún í tvo nákvæmlega jafn- stóra hluta — eins og hún hefði verið söguð. Þá rann upp fyrir mér hvernig tónninn orkar jafnt á hið svokall- aða dauða efni og hið lifandi. Hugsaðu þér marseillasinn, söng herja Napóleons. Hann átti ekki lítinn þátt í að breyta Evrópu. Hergöngulag Rommels í Afríku orkaði svo á sálir manna að áður en varði voru allir herir Banda- manna farnir að raula það. Það var óstöðvandi. Þá var brugðið skjótt við og nýr texti saminn við það og tónfallinu breytt lítilsháttar og úr varð Lille Marlene. Svona áhrifamikil er melódían. Þegar Pétur hraktist frá Hitlers-Þýskalandi rétt fyrir stríð, Wagnersöngvari á heimsvísu, þá hóf hann skrifstofustörf hjá Raf- veitunni, gegndi þeim af alúð og án æðru, þess á milli sem hann söng og kenndi — og hann undi því ekki að syngja aríur og Wagnersöngva á erlendum tung- um fyrir íslendinga, heldur stuðl- aði að því að textinn væri íslensk- aður. Ég heyrði hann oft syngja, það var stórkostlegt að hlusta á hann — en aldrei hreif söngur hans mig eins og í Iðnó á stríðs- árunurn. Það er með þá stund eins og þegar Einar Hjaltested söng fyrir mömmu; hún nær einhvern- veginn út fyrir rúm og tíma. Albert gamli Klahn átti að stjórna konsertinum með þrjátíu manna hljómsveit, alls kyns hljóðfæri, þar á meðal lúðrar, því að hlutur Péturs í konsertinum var Wagner-söngvar. Það hafði talast svo til að ég kæmi heim til hans og yrði honum samferða ofaneftir. Ég var heimagangur hjá þeim hjónum — og hvílík kona. Ég var 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.