Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 36
og arkaði út í suddann. Þegar ég kom að hliðinu, lyftist heldur bet- ur á mér brúnin. Morrisinn þeirra frá Boston Deep Sea, umboðs- manna okkar, stóð við vegkant- inn. í lögregluskýlinu var Tom reddari í hrókasamræðum við skipper Hasse. Tom var þeim eiginleikum gæddur, að skilja og tala flest dokkumál veraldar, enda starfsreynslan mikil, og „intelli- gent“ var hann í besta lagi. Halló Úlfur, sagði hann, kátur að vanda. Ég er búinn að tala við mr. Kirk. Hann ákvað, að þú yrðir að verða eftir, ef strákarnir kæmu ekki á tilsettum tíma, sem ekki verður því klukkan er farin að ganga tólf. Mér féll allur ketill í eld, en ekki tjóar að deila við dómarann. Við Hasse kvöddumst með virktum, og hann skundaði til skips, til að missa ekki af flóðinu. Við Tom gengum út úr hliðinu, sem lok- aðist hægt á eftir okkur. En enga kerlingu átti ég til að smeygja mér milli stafs og hurðar, eins og hann Jón sálugi í Gullna hliðinu hans Davíðs. Þegar við ókum af stað, sagði ég: Ekur þú ekki á lögreglustöð- ina? Jú, svaraði hann, þegar við er- um búnir að finna strákana, reyn- um við að koma þér inn á hótel, eða sjómannaheimilið. Vertu ekki með þessa vitleysu Tom, sagði ég ergilega. Ég er eldri en tvævetra, löngu orðinn þurr á bak við eyrun. Ég fæ gistingu á sama stað og strákarnir. Það getur þú bölvað þér upp á. Manstu ekki maður, að við erum þátttakendur í smá heimsstyrjöld. Ég skil bara ekkert í því, að annar eins ágætis- maður og mr. K. skuli gera mér þetta. Hér verð ég veskú að fara í tugthúsið bláedrú, og hef ekki blakað hendi við nokkrum manni, a.m.k. ekki í allra síðustu fortíð. Og þetta fæ ég fyrir helvítis kven- semina í strákunum. 36 Nú rennum við í hlað á lög- reglustöðinni. Við gengum inn. Aðspurður sagði gamall og vambmikill lögregluþjónn, að herrarnir væru nýkomnir, og meira að segja steinsofnaðir. Voru þeir fullir? spurði ég. Heimskuleg spurning, vægast sagt. Draugfullir, svaraði hann. Yfirlögregluþjónninn á von á ykkur. Hann opnaði hurð, og við gengum inn. Eldur brann í arni, og lífs- vökvaáhaldið breska, teketillinn, hékk yfir eldinum. Maður við aldur sat við skrifborðið. Var hann snöggklæddur, þar sem hlýtt var í herberginu. Við heilsuðum og hann bauð okkur sæti. Ég spurði, hvort ég mætti ekki orna mér við eldinn. Var það auðsótt mál. Þeir Tom tóku tal saman, og hlustaði ég ekkert á það. Nokkru síðar stóð Tom upp, og sagði við mig: Þetta verður allt í lagi, strákarnir hafa ekkert af sér gert, nema verða fullir, það er því ekkert til fyrirstöðu, að við förum til Runcern í fyrramálið. Heldur þú að ég gæti fengið te á þessu hóteli, Tom minn góður? Yfirlögregluþjónninn sótti tvær krúsir og teketilinn. Tom kvaddi, óskaði mér góðrar nætur og fór. Ég settist, en þá sagði Ginpelinn til sín með því að glamra við stólarminn. Ég hafði steingleymt að gefa lögreglunni í hliðinu pelann, í öllum æsingnum sem í mér var. Má ég ekki styrkja teið okkar? spurði ég. í þessu veðri er næstum allt leyfilegt, svaraði hann glaðlega. Var maðurinn hinn ræðnasti, kunni frá mörgu að segja úr starfi sínu. Einnig hafði hann verið sjó- maður á sínum yngri árum. Fór því hið besta á með okkur. Um tvöleytið var pelinn tómur, og við elskusáttir við tilveruna. Var því ákveðið, að best væri fyrir undirritaðan að fara að sofa. Yfirlögregluþjónninn fór og að vörmu spori kom hann aftur ásamt lögreglumanni. Sá kom mér einkennilega kunnuglega fyrir sjónir, en ekki gat ég áttað mig á því hversvegna. Yfirlögreglulþjónninn sagði komumanni að fylgja herranum í svítuna. Það brá fyrir kersknisglampa í augum komumanns. Þessa leið herra minn, sagði hann og hneigði sig- Ég kvaddi yfirlögregluþjóninn með virktum og fylgdi þeim að- komna. Gengum við eftir alllöng- um gangi. Voru klefadyr beggja vegna. Við einar þeirra stað- næmdist hann, dró upp lykil og opnaði. Klefinn var þrifalegur, en fátt húsgagna, bekkur til að sofa á ásamt teppum og naglföstu borð- kríli, og fata í horninu bak við dyrnar. Þar með er allt upptalið innanstokks. Fylgdarmaður minn horfði á mig. Kerksnissvipurinn leyndi sér ekki. Þessi klefi er ætlaður heldri mönnum. Hvort viljið þér heldur fá á undan prestinn eða morgun- verðinn? Því miður getum við ekki vandað til morgunverðarins eins og skyldi, nema ef þér eigið skömmtunarseðla. Gamansamur náungi þessi, hugsaði ég með mér, eitthvað verður að gera í því. Svo ég sagði kurteislega: Við skulum fá prest- inn í desert, herra minn. En það er á móti reglugerð sjóhersins að hengja mann í skítugum skóm. Á meðan ég sagði þetta, hafði ég sparkað af mér forugum skónum, og rétti honum. Þér sjáið um að þeir verði gljáfægðir, svo ég verði mér ekki til háborinnar skammar á aftökupallinum. Enda yrði það yðar skömm um leið og setti smánarblett á þetta ágæta fang- elsi. Hér hafið þér ómakslaun fyrir greiðann, sagði ég ennfremur, og rétti honum 10 skildinga. Andlitið VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.