Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 41
ofan í netalest og negldi þau síðan
fyrir glugga að framan og aftari
gluggann á bakborðshliðinni.
Gluggann við vélsímann höfðum
við opinn.
Stýrimaður kom upp um vakta-
skipti. Hann leit heldur illilega til
mín, eins og ég hafði valdið þess-
um hervirkjum viljandi. Ekki
minntist hann samt á að nauðsyn
bæri til að fara inn til Vestmanna-
eyja til að fá lagfærðar skemmd-
irnar og varð ég feginn því. Reynt
var að festa káetuborðinu aftur
svo hægt yrði að borða við það.
Það var nú reyndar enginn hægð-
arleikur í þessum veltingi. Skip
þetta valt nefnilega allra farkosta
mest, hafði mikla kjölfestu og valt
því með stuttum snöggum veltum,
sem ekki voru að sama skapi
þægilegar. Ekki var hægt að segja
að það væri gangstroka. Við kom-
umst venjulega um tvö hundruð
sjómílur á sólarhring.
Daginn eftir sáum við móta
fyrir vestustu eyjunum í Færeyj-
um og fannst mér að við værum
helst til austarlega. Ég vék að
þessu við stýrimann en hann svar-
aði því engu. Fannst mér hann satt
að segja vera nokkuð drumbsleg-
ur, ef þetta væri hans rétta eðli, því
að varla hafði ég heyrt hann tala
orð síðan við lögðum af stað frá
Reykjavík. Hann færði að vísu inn
í leiðarbókina í lok sinnar vöku en
gekk svo steinþegjandi til kojs. Ég
var eins og aðrir ungir menn, ekk-
ert að setja fyrir mig smámuni og
lét kyrrt liggja.
Næsta morgun birti svolítið til
þó að sama suðvestan gerran
héldist. Það komu smá sólglottar
öðru hvoru og ég hafði ásett mér
að reyna að ná sólarhæðinni á há-
degi. Það var töluvert skýjafar og
með heppni gæti þetta lánast. Ég
var kominn upp á brúarþak
klukkan tuttugu mínútum fyrir
tólf og mundaði nú sextantinn í
ákafa. Ekkert grindverk var á
þakinu og því lítið um handfestu.
„Hann er fljótur að
borga sig þessi, það
þýðir ekki að renna ef
hann sýnir ekki fisk.”
Alveg tilvalin í trilluna. ig
Traustur, nákvæmur og ^
ótrúlega ódýr.
Tryggvagötu 8 P.o. Box 828
101 Reykjavík
Sími: 12238 — 12260
VÍKINGUR
41