Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 48
hásetinn og fyrsti vélstjóri Tveir þeir fyrrnefndu voru með kokkinn á milli sín og héldu honum uppi. Með annarri hendi héldu þeir sér, annar í dyrakarminn við stigann niður í vélarúm en hinn í grind- verkið kringum stigaopið niður í káetu. „Nú, hver andskotinn er að honum?“ æpti ég, því að mér hafði allt í einu komið í hug að ég var skipstjóri á þessu skipi en ekki stýrimaður og að þetta heyrði undir hans skyldustörf. „Hvern fjandann á það að þýða að ræsa mig út á svona, rétt ný sofnaður, þegar stýrimaður á vakt? Þetta er hans vakt. Hann á að annast svona lagað. Nú, hvað er eiginlega að honum?“ „Hann er nú að deyja, hann er orðinn blár í framan og væri dott- inn ofan í káetu ef við héldum honum ekki uppi“, sagði kyndar- inn. „Ég var ekkert að spyrja að því, þöngulhausarnir ykkar, heldur hvað væri að honum.“ „Já, það er satt, það stendur í honum kjötbiti. „Fyrsti vélstjóri stóð við eldavélina eins og honum kæmi þetta ekkert við, þegar hann sagði þetta. „Reynið þið þá að teygja svo úr honum að ég sjái almennilega upp í hann“, þrumaði ég. Þeir gerðu tilraun, en þetta var hægara sagt en gert vegna þeirrar vinkilbeygju sem komin var á vesalings mann- inn. Þeir tóku því það ráð að halda honum uppíloft en urðu þá að sleppa handfestunni. Þar af leið- andi var sjúklingurinn á sífelldu ferðalagi. Ég glennti upp túlann á aumingja kokknum en sá engan kjötbita. Ástandið var vægast sagt með verra móti. Það korraði draugalega í kokksa með undar- legum sogum inná milli, svona til tilbreytingar. Hann var orðinn svarblár í framan eða þar sem sást í hold fyrir skegghýungi. I gegnum huga minn þaut með eldingar- hraða allt sem ég hafði lært um læknisfræði hjá Guðmundi Hannessyni, þegar ég var á stýri- mannaskólanum. En því miður var ekkert sem líktist þessum sjúkdómi. Ég þreifaði lengra og lengra niður í vélindað og þegar ég rak löngutöng eins langt og ég kom henni, fannst mér sem ég fyndi fyrir einhverju mjúku. Nú hafði ég enga töng sem nota mætti til slíkra hluta og maðurinn að dauða kominn. Bitinn hlaut að þrýsta á barkann, þess vegna mundu heyrast þessi óhugnanlegu sog. Loksins kviknaði á perunni hjá mér. En að ýta bitanum bara niður, niður í maga? Nú hafði ég vanist á til sjós að taka skjótar ákvarðanir. Ég leit í kringum mig og kom auga á skörunginn. „Svona haldið honum á meðan, strákar", sagði ég og rauk að elda- vélinni, þreif skörunginn þar sem hann hékk á járnbandinu framan við eldavélina. Hefði hver forn- aldarriddari mátt verða öfund- sjúkur yfir hvað ég handlék vopn- ið fimlega. Ég glennti upp tann- laust ginið á kokknum eins og mögulegt var við þessar aðstæður og rak svo skörunginn hægt niður, lengra og lengra þar til fyrirstaðan var horfin, þá dró ég hann upp aftur. Manninum hægðist sjáan- lega og ég henti frá mér skör- ungnum. Ég veit varla hvor var fegnari, ég eða matsveinninn. Fyrsti vélstjóri tók skörunginn upp, horfði lengi á hann eins og fullur undrunar, sagði síðan: „Fanden stege mig og brende om der ikke er mere skidt paa ham en för.“ Þeir studdu sjúklinginn í eld- húsdyrunum og hann sogaði að sér hreint loftið. Ég komst ekki út vegna þess að hann lá á neðri helmingnum af hurðinni. Ég not- aði því tímann til að leggja honum lífsreglurnar og hvíslaði að honum: „Reyndu að skera bitana nógu smátt, úr því að þú getur ekki tuggið þá. Hann rétti mér höndina og hvíslaði á móti: „Þakka þér fyrir . . . skipstjóri“. Ég klofaði svo yfir hurðina og hljóp upp í brú. Mér fannst ekki taka því að fara að sofa héðan af. Það var aðeins einn og hálfur klukkutími til vaktaskipta. Ég hékk því í brúarglugganum eða ræddi við hásetann sem stýrði um tilvonandi kvennafar í Húll. Klukkan var ekki mínútu yfir glas, þegar hann var horfinn, stýri- maðurinn, og þá sagði sá sem var á vakt með honum: „Ég held bara að honum stýrsa leiðist, hann talar aldrei við okkur. Ef við segjum eitthvað, læst hann ekki heyra það. Það væri gustuk að ná í eina vel fjöruga handa honum í Húll.“ „Sannið þið til strákar, þið munið ækki sjá þennan mann á meðan við verðum í Húll. Hann fiskar ekki á sömu miðum og við“, sagði ég og var ekki heldur viss um SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 -105 REYKJAVlK PÓSTHÓLF 757 - SÍMI 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiðslutími kl. 09.15—16.00 aUa daga nema fímmtudaga frá kl. 09.15—18.00 48 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.