Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 10
Sérstök ályktun þingsins 12. þing S.S.Í. lýsir áhyggj- um sínum yfir þeim fréttum, sem borist hafa frá fiskifræð- ingum, varðandi álit þeirra á stærð loðnustofnsins. Ef þessar fréttir reynast réttar er um að ræða stórkost- legt áfall fyrir landsmenn alla, og sérstaklega sjómenn á loðnuskipum og eigendur þeirra. En álit byggt á takmörkuð- um rannsóknum, um stærð loðnu sem annarra fiskstofna hefur ekki alltaf reynst rétt. Því ályktar þingið að einskis megi láta ófreistað til að kom- ast hið næsta raunverulegum staðreyndum þessa máls. Það verði best framkvæmt með því, að sjávarútvegsráðu- neytið styrki tvö eða fleiri loðnuveiðiskip til frekari leitar í samráði við Hafrannsóknar- stofnun. í væntanlegum viðræðum hagsmunaaðila, er stjóm S.S.Í. m.a. falið að fylgja því eftir, að sjávarútvegsráðu- neytið beiti sér fyrir breyting- um á kvótaskiptingunni við Norðmenn, vemd stofnsins í landhelgi Grænlands og verk- efnavali fyrir loðnuskipin, dragist loðnuveiðar stórlega saman. ráðum um mótun fiskveiði- stefnu. Þingið átelur hve fulltrúar sjómanna hafa lítið verið hafðir með í ráðum varðandi mótun hennar og bendir á í því sambandi hversu afkoma sjómanna er háð því, hvernig stjórnun þessara mála er. Röng fiskveiðistefna getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir lífsafkomu sjómannastéttarinnar, svo og þjóðarinnar allrar. Miðað við stærð fiskistofna er ljóst, að fiskiskipafloti landsmanna er of stór. Fjölg- un fiskiskipa síðustu mánuði bendir ekki til raunhæfra að- gerða stjórnvalda í fiskveiði- stjórnun. Þingið skorar því á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir frekari fjölg- un fiskiskipa umfram eðlilega endurnýjun. B. Frá því að 11. þing Sjó- mannasambands íslands var haldið hafa farmenn orðið að hlíta gerðardómum um kaup sitt og kjör, og hjá útgerðum farskipa er stefnt að stór- auknum vélbúnaði, auk hrað- ari afgreiðslu skipanna. Um leið eru settar fram kröfur um fækkun í áhöfnum skipanna. Þetta mun hafa í för með sér lengri vinnutíma og aukið andlegt og líkamlegt álag áhafnarinnar. Þessu verður að svara með kröfu til löggjafans um setningu laga um há- marksvinnutíma og lág- markshvíld áhafnarmanna á farskipum, auk ákvæða, sem tryggja farmönnum sama frí- stundafjölda og vinnutíma- fríðindi og gerist hjá land- verkafólki. C. Ýmsir launahópar í þjóðfé- laginu hafa fengið launa- hækkanir og þýðingarmiklar kjarabætur, þ.á.m. umbætur á bestu lífeyrisréttindum sem við þekkjum, og stórir hópar launafólks eru komnir vel á veg með samninga sína. 12. þing S.S.Í. samþykkir því að leggja fram á næstu dögum fullmótaðar launa- og kjarakröfur ásamt kröfum sínum um úrbætur á sviði tryggingar- og öryggismála og stóraukinn rétt sjómanna til verðtryggðra lífeyrisbóta. Kröfum aðildarfélaga Sjó- mannasambands íslands verði fylgt eftir með fullum styrk samtakanna. Á 12. þingi Sjómannasamband íslands, komu m.a. fram eftirfar- andi ályktanir um öryggis- og tryggingamál. A. Lögskráningu sjómanna er enn mjög ábótavant, þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda í átt til hins betra með nýorðinni lagabreytingu á lögskráning- arlögum. Vandinn er einkum fólginn í, að ekki er lögskráð á skip undir 12. brl. og í ónákvæmni á lögskráningu sjómanna. En í sumum tilvikum líða margar vikur frá því, að sjómaður hefur störf á skipi og þar til lögskráning fer fram. Skipstjómarmenn og skips- hafnir hafa því miður ekki fylgt lögskráningarlögum. sem skyldi, og hvetur þingið sjómenn til að taka höndum saman svo betur megi fara. B. Þingið ítrekar kröfu sína um nauðsyn þess, að sjálf- virkum sleppibúnaði verði fyrir komið á öllum gúm- björgunarbátum. Ennfremur að gúmbjörgunarbátar verði útbúnir öruggum og raka- heldum fíberglashylkjum. Til þess að flýta fyrir fram- gangi þessara nauðsynlegu öryggismála, gerir þingið þá kröfu til ríkisstjómar og Al- þingis að fella niður allan söluskatt af hverskonar 10 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.