Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 14
undanförnu, eins og reikningar þess bera mér sér. — Hvað er að frétta frá Seyðisfirði? — Atvinnuástandið þar hefur verið fremur gott, þótt að loðnan hafi brugðist, því að síldin hefur komið í staðinn, góð síld og nálæg. Það er ævintýralegt þegar trillu- karlarnir eru að draga inn 20 tunnur af síld einir á báti. — Hvað veiðar stundar þú? — Ég hef verið bæði far- og fiskimaður, en í sumar var ég við handfæraveiðar. Það er sáluhjálp- aratriði að geta skroppið á hand- færi. Jón Hjaltason, matsveinn á Jón Hjaltason, fyrsti matsveinn á Akureyrartogaranum Kaldbak, því þekkta aflaskipi, brá sér fram á ganginn í Lindarbæ þegar umræður um Matsveinarfélagið stóðu hvað hæst á laugardaginn eftir hádegi, og spjallaði við okkur. — Nú er réttarstaða matsveina innan félaganna til umræðu, sagði hann. Margir þeirra vilja vera í sínum gömlu félögum áfram, og því ekki hlynntir því að ganga í Matsveinafélagið. Þetta er sjónar- mið sem ég skil, því gömlu félögin þeirra hafa bækistöðvar sínar á þeirra heimaslóðum, og því fljót- gert að leita til þeirra ef þess þarf, og það kostar bæði peninga og tíma að leita til stéttarfélags í Reykjavík með mál sín — og tím- inn er mikils virði þegar maður hefur kannski ekki nteira en nokkra tíma í landi milli túra. En varðandi þetta þing, sem er 14 annað þing Sjómannasambands- ins sem ég sit, þá gleður það mig að sjá fleiri vinnandi sjómenn hér á þinginu en áður, og þar að auki yngri. Slíkt bendir til þess að gróska sé á ný að færast í störf Sjómannasambandsins, og það er góðs viti. Hér á árum áður voru vinnandi sjómenn virkari í sínum félagasamtökum, en svo datt það niður, enda jókst vinnuálag, og vertíðaarskiptin urðu ekki eins skýr og áður var, þannig að menn áttu ekki eins vel heimangengt. Hér virðist mér vera málefnaleg samstaða um flesta hluti sem snerta öryggismál og lífskjör sjó- Kaldbaki: manna almennt. Hannes Hafstein frá Slysavarnafélaginu flutti hér greinargott erindi á þinginu, og ég stakk því að honum, að nauðsyn- legt væri að gera kvikmynd um öll öryggisatriði um borð í skipum og setja hana á snældu, sem síðan væri hægt að sýna um borð, því það er staðreynd, að flest skipanna hafa nú orðið tækjabúnað til að sýna myndsnældur. Ég trúi því að hér bíði þarft verkefni úrlausnar. — En segðu mér eitthvað af Kaldbaki. —Kaldbakur er eitt af allra bestu sjóskipum sem ég hef verið á um dagana. Að vísu má segja að margt um borð mætti vera vand- aðra, en það er vel farið með skipið og yfirmenn eru ungir og áhugasamir og úrvals mannskapur um borð — að sjálfum mér nátt- úrlega undanskildum, segir Jón og kímir. — Við á Kaldbak styðjum þá Þátttaka í'félagsstarfinu að aukast aftur ákvörðun sjávarútvegsráðherra að setja á veiðibann yfir jól og ára- mót. Þetta er raunhæf friðunarað- gerð, svo ekki sé nú minnst á þau sjálfsögðu mannréttindi að menn geti verið heima hjá sínum nán- ustu um mestu hátíð ársins. Þar að auki er dýrt að vinna fisk sem berst á þessum dögum, þannig að ég held að það gæti orðið allra hagur að taka sér frí um jólin. — Það er sagt að sjómenn borði vel. — Já, það er rétt þeir borða vel. Þeir eru kannske ekkert hrifnir af fiski, en það er skiljanlegt. Sjó- menn verða að borða vel, því þetta er erfiðisvinna, sem þeir eru í. Hjá Útgerðarfélagi Akureyrar, sem gerir út Kaldbak er skilningur þessu og það er mjög vel skaffað hjá félaginu, ekki hægt að segja annað. — Hefur þú verið á sjó alla þína starfsævi? — Ég byrjaði sextán ára gamall til sjós, á skipi sem hét Brís, og var síðan lengi hjá útgerð Valtýs Þor- steinssonar, en var síðan sex ár í landi sem verslunarmaður hjá KEA. Svo stóðst ég ekki mátið og fór á sjóinn aftur. Það er ein- kennilegt, og víst enginn sem kann VÍKINGUR Jólafrí sjálfsögð mannréttíndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.