Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 30
hafður sjór. Til að landa og losa þessa gáma hefur TRAUST H.F. hannað sérstök losunar- og lönd- unarkerfi. Einnig má nefna sam- byggt losunar- og þvottakerfi fyrir fiskikassa og lausfrystitæki fyrir fiskiskip. Fyrirtæki þetta hefur því á boðstólunum mjög mikið af tækjum fyrir fiskvinnslu og sjáv- arútveg almennt og er ánægjulegt að flestar framleiðsluvörurnar eru eigin uppfinningar en auk þess flytja þeir inn tæki svo sem laus- frystibúnaðinn. í sama bás var annað íslenskt fyrirtæki en það var Tæknibúnaður HF (Tecno- brain). Fyrirtæki þetta sýndi eyðslu- mæla fyrir skip senr vakið hafa mikla athygli erlendis og hafa verið seld nokkur tæki til Noregs og Danmerkur. Tækin sem fyrir- tækið sýndi heita „Ecomatic Eco- nontiser“ og „Ecomatic Fuel Computer“. Að sögn Árna Árna- sonar fulltrúa fyrirtækisins hefur verið auglýst dálítið stíft í erlend- um tímaritum t.d. World Fishing en góð og dýr auglýsing gerði sitt gagn í þá átt að auka sölu. Sagði Árni að það væri tvímælalaust gagn af slíkum sýningum sem þessum og hefðu Norðmenn sýnt þó nokkurn áhuga á tækjum þessum. En það væri dýrt að kornast inn á erlendan markað og væri stuðningur íslenska ríkisins til þess að komast yfir byrjunar- erfiðleikana nærenginn. Hérværi þó um töluverða gjaldeyrisöflun að ræða og ætti því ríkið að sjá sóma sinn í því að styðja við bakið á iðnaðarfyrirtækjum sem afla landinu gjaldeyris og virðingar. Danskt fyrirtæki SEMI-á34ÁL A/S sýndi athyglisverða þvottavél fyrir fiskikör. Það sem er merki- legt við vél þessa er að þetta mun vera fyrsta alsjálfvirka þvottavélin fyrir fiskikör sem hafa rúmmál allt að 7001. Þvottatíminn er stillan- legur frá 0—10 mínútur allt eftir því hve skítugt karið er. Vatns- notkunin er ca. 1001/tími. Hægt er að setja körin beint inn í vélina og taka þau úr henni með lyftara. (Sjá mynd.) CIPAX A/S er nokkuð þekkt fyrir framleiðslu sína á fiskiköss- um, fiskikörum og brettum. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru þekkt víða um heim. Tals- maður fyrirtækisins tjáði mér að sú framleiðsluvara sem þeir leggðu mesta áherslu á um þessar mundir væru 675 1 fiskikör sem væru einangruð með 30—50 mm polyurethan „skúmmi“. Þessi kör voru nýverið reynd við danska Tækniháskólann og voru niður- stöður Dananna mjög jákvæðar en þeir komust að því að við 12° C í umhverfi er hægt að halda hita- stigi í körunum við 0° C með því að nota aðeins 20 kg af ís sem er ca. 3% af rúmmáli karsins. Þetta verður að teljast mjög lítið. Óeinangrað kar af svipaðri stærð þarf þrefalt meiri ís við sömu ytri aðstæður. Auk þess sem erfitt er að halda stöðugu lágu hitastigi í óeinangruðum körum. En CIPAX lagði líka áherslu á plastbretti sem ætluð eru fyrir fiskikassa. Þessi bretti hafa marga kosti fram yfir VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.