Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 41
þá væri best að láta sig hverfa niður í hið blágræna myrkur, er þó var svo fullt af lífi. Honum fannst stundum eins og að hann ætti ekki færri kunningja þarna niðri og þeir jafnvel skildu hann betur heldur en margur í landi. Hann hafði líka allt sitt líf byggt afkomu sína á þeim þarna niðri, þeim væri ekki ofgott að fá skrokkinn af honum að síðustu. Það var ekki endalaust hægt að taka án þess að gefa í staðinn. Eftir nokkra stund reis hann upp og gagnsetti vélina, hann hafði ákveðið að kippa, færa sig aðeins austar. Það myndi ekki dýpka neitt sem héti. Hann festi nú tauma á stýris- sveifina, er léku í litlum blökkum á borðstokkunum. Taumarnir náðu fram í miðjan bát og gat hann nú haft stjórn á honum af miðþóftunni. Hann skar nú meiri síld. Eftir korters stím stöðvaði hann og drap á vélinni. Það var komin austan kæla, en hún var ekki meiri en svo að hann var bara þakklátur fyrir svalann, og rekið yrði það lítið að það yrði vart til baga. Hann varð ekki var. Hafði hann nú keyrt út úr fisk- inum? Hann færi þá bara aftur til baka. Honum leið vel. Það var langt síðan hann hafði verið svona vel upplagður á sjó. Hann fór meira að segja að gá til fjalla og rifja upp ömefni og kennileiti. Hún var fögur landsýnin núna. Skaginn með gínandi Þverfellið yfir sér, var tignarlegur, eins Ennishyrnan. Þetta voru útverðir, er hann bar traust til og honum hafði oft fundist eins og þeir fylgdust með sér og oft í þoku og dimmviðri hafði það orðið honum til bjargar að hafa séð þessa risa gnæfa upp úr sortanum og vissi þá jafnan um leið hvar hann var staddur. Þetta var það dauðalegt að VÍKINGUR hann var sestur á miðþóftuna, hreyfði færið aðeins letilega öðru hvoru. Nokkrir múkkar syntu við bátshliðina í von um æti. Tók hann innan úr fiski og henti til þeirra. Allir þurfa að éta. Einstaka svartfugl brá fyrir á leið til lands og höfðu þeir raðað sílum í nef sér á snilldarlegan hátt. Heima biðu svo ungarnir með gapandi gogg- ana. Einn smáhlekkur í lífskeðj- unni. Skyndilega var kippt ofsalega í færið. Leifi gamli stóð óklár að slíku ógnarátaki. Færinu var brugðið um hægri hendina og svo var átakið mikið að honum var hreinlega kippt upp af þóftunni og út á borðstokkinn. Skall með miklu afli með brjóstið á borðstokknum og fann til níst- andi sársauka. Hendin með færinu kipptist út- fyrir og við það losnaði færið af henni, en vettlingurinn fór með. Færið rann út með gífurlegum hraða, hann reyndi að hafa tök á því, en það reyndist ógemingur, enda skipti það engu, hann myndi ekki halda við það hvort sem var. Snöggvast flaug honum í hug að bregða hnífnum á færið og var byrjaður að teygja sig eftir hon- um, en hætti við. Látum það fara á enda, en myndi það halda eða þóftan? Annaðhvort hlaut að gefa sig. Nú var færið runnið á enda og tók í þóftuna. Vaðbeygjan tættist í sundur, en hvorutveggja hélt, færið og þóftan. Það var ekki laust við að hann fyndi til augnabliks- stolts. Nú kom sér vel að færið var nýtt. Um leið og strekktist á færinu lagðist báturinn á hliðina og hélt hann að hann myndi snarast yfir. Hann fékk sjógusu framan á sig og í einhverju ofboði henti hann sér yfir í hina síðuna og við það réttist báturinn svolítið, en þó vætlaði innfyrir. En nú skeði hið merkilega, bát- urinn var dreginn út á hlið, þvers- um á þó nokkrum hraða. Hann hékk nú orðið hálfur út fyrir borðstokkinn og hélt að öllu væri lokið. Nú var of seint að ætla að skera á færið, hann náði ekki til hnífsins í þeirri aðstöðu sem hann var, enda hlaut hnífurinn að hafa fallið niður í austurinn, því hann sá hann hvergi. Skyndilega rétti báturinn sig. Það hafði slaknað á færinu. Hann hentist upp. Hann yrði að koma færinu fram á, af miðþóft- unni, því ef þetta endurtæki sig, þá myndi báturinn aðeins dragast áfram og ekki hætta á að honum hvolfdi. Hann reyndi að losa færið, hann mátti engan tíma missa, hann yrði að vera búinn að festa það fram í áður en skepnan strekkti á aftur. Hann myndi ekki halda því í eina sekúndu hvað þá meira. Hann gat ekki losað færið. Það hafði herst svo að hnútnum við átökin að hann var óleysanlegur. Hann skimaði eftir hnífnum, en sá hann hvergi. Hann varð að finna hnífinn, það gat verið um líf eða dauða að tefla að hann finndi hann. Hann lagðist á hnén og þuklaði niður í austurinn, hann var hvergi finnanlegur. Hann skyldi þó ekki hafa lent í fiskstí- unni, guð minn góður, hvernig átti hann að finna hann þar, eins og fiskurinn var búinn að kastast til. Hann rótaði til í fiskinum, gróf sig niður úr kösinni og fann hnífinn. Hann skar færið með einu hnífs- bragði og hentist með endann fram á. Fram í barkanum var járn- hringur, er landfestar voru bundnar í. Hann smeygði færinu inn í hringinn, tróð því meðfram tóginu, er fyrir var og tókst að binda það. Nú mátti þetta djöfuls 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.