Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 40
Skyldi hann vera við, það væri nú ekki amalegt að setja í hann núna í þessari himinblíðu. Hann sló úr pípunni við þóft- una og stakk henni undir röng. Það yrði ekki meira reykt í bili, annars reykti hann ekki mikið á sjó, helst ekkert meðan hann hafði úti. Hann tók önglana og beitti. Stakk önglinum vel í gegn, upp- fyrir agnhaldið, sporðbeitu á annan hnakkastykki á hinn, hann hafði alltaf mesta trú á hnakka- stykkinu. Það kom fyrir að hann tók byssu með sér á sjóinn og skaut svartfugl, risti hann á bakið tók út innýflin og notaði í beitu. Það var góð beita, er tolldi vel á. Slængi var hún kölluð. Hann fleygði önglunum hvor- um fyrir sig út fyrir, greip sökkuna og henti henni í sjóinn. Sakkan sveif fyrst eins og í boga og fylgdi hann henni eftir með augunum þar sem hún klauf sjóinn. Sjórinn var tær, taumarnir streyttust upp á við, en svo hvarf allt í hin myrku djúp sjókindanna og aðeins mjór strengurinn var nú eina sam- bandið milli þess vitaða og þess dulda. Hann tók botnmálið, hagræddi færinu í vaðbeygjuna og byrjaði að keipa. Hann varð fljótt var og dró færið upp með snerpu hins óþreytta manns. Það var fiskur á öðrum önglinum, hann sneri öngulinn úr fiskinum með ákveðnum fumlausum handtök- um, blóðgaði fiskinn og henti honum í framstíuna. Fallegur fiskur, hvítur og vel feitur, úttroð- inn af síli. Upp úr hádeginu áætlaði Leifi að hann væri búinn að fá á þriðja hundrað pund af vænum fiski, allt málfiskur. Nú hafði hann uppi og tók sér hvíldar- og matarhlé. Tók fötu, fyllti hana af sjó og skvetti yfir fiskinn í stíunni, hann fór illa á því að þorna svona í sól- inni. Hann strauk sér um ennið, skárri var það nú hitinn. Stundum kveikti hann á prímusnum og sauð sér ýsukóð og lifur, það var herramannsmatur soðið upp úr sjó. Það var einmitt í svona veðri sem það var hægt. En nú hafði hann enga ýsuna fengið og nú var það heitt að hann var feginn kalda kjötinu. Hann settist á miðþóftuna og tók til snæðings. Smokraði brús- anum upp úr sokknum, skrúfaði lokið af og hellti kolsvörtu kaffinu í það. Það rauk úr því, það var snarp- heitt ennþá. Stýfði kjötið úr hnefa og drakk kaffið með. Er hann hafði matast fékk hann sér í pípu og það kom værð yfir hann. Það var ekkert á við þetta, þetta var lífið, hann einn og sjálf- um sér nógur, ekki upp á neinn kominn. En ef á því yrði breyting Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. Sauðárkróki. Sími 95-5450 Kaupum allan fisk og fiskúrgang til bræðslu LÝSI& MJÖL hf. v/Hvaleyrarbraut Hafnarfirði Sími: 50697 — 50797 — 50437 40 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.