Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 42
monster þarna niðri setja á fulla ferð. Það mætti draga hann um- hverfis hnöttinn ef það hefði út- hald til. Allt hafði þetta tekið í mesta lagi hálfa mínútu. Hann lét fallast örmagna niður í framstíuna. Þar lá hann á grúfu í fiskkösinni og kastaði ofsalega upp. I hvert skipti sem hann kúg- aðist var eins og rekinn væri hnif- ur í brjóstið á honum. Hann hlaut að vera brotinn, brjóstkassinn, hefur lemstrast á borðstokknum. Sársaukinn var svo ógurlegur að hann beið eftir að ælan kæmi blóðlituð upp úr honum. Hvað átti hann að gera? Átti hann að berjast við þessa skepnu eða skera á og halda í land, það væri sjálfsagt það eina sem vit væri í. Hann myndi aldrei halda þetta út hvort sem væri, stórslas- aður maðurinn. En hvað, þá yrði hann fyrstur að landi, kæmi í land á miðjum degi. Það hafði aldrei skeð. Hann sá nú bara fyrir sér glottið á þeim kambsmönnum er hann leggði að, búinn að missa færið. Sá hefur nú verið fljótur að bregða hnífnum á til að forða sér, myndu þeir hugsa. Hann ætti að fara að koma sér á kambinn, skilur hann ekki að hann er orðinn gamall, þekkir hann ekki sinn vitjunartíma. Skárra er það nú stoltið. Tóbaksgusurnar myndu svífa um bryggjuna og hverri fylgt eftir með meinlegu glotti, erekki þyrfti skýringar við. Nei, hann skyldi berjast meðan færið héldi og ekki hætta fyrr en hann í það minnsta sæi framan í þennan ófögnuð þarna niðri. Honum fannst að hann yrði að byrja á því að koma vélinni í gang. Honum myndi líða betur að hafa hana í gangi, notalegra að heyra vélarhljóðið taktfast. Eins og hann væri þá ekki einn lengur. Hann skreið afturí, gekk seint, var þungfær, rennandi blautur og helsár allur. Tókst að koma vél- inni í gang. Þetta var betra eins og hann hafði haldið. Hann fór síðan aftur fram á og tók á færinu, það var ennþá lítils- háttar slaki á því. Hann yrði að ná honum inn. Hann var rétt að byrja, er aftur hvein og söng í færinu og það tættist úr höndum hans. Nú snarsnerist báturinn og tók síðan skriðinn áfram. Hann var mest hræddur um að færið skærist á borðstokknum, seildist inn í stafnskápinn og náði í stakk- inn sinn og reyndi að troða honum undir til hlífðar. Það tókst. Nú yrði hann að vera tilbúinn að hala inn allan þann slaka, er tilgæfist, um leið og skepnan gæfi eitthvað eftir. Hann beið rólegur, þetta var að öllum líkindum hákarl hugsaði hann, þá vantaði nú illilega ífær- una og hvort sem væri þó að þetta væri stórlúða, þá voru þessar skepnur óviðráðanlegar án ífæru. En það var sama þó hann gæti aldrei innbyrt þessa skepnu, þá vildi hann berja hana augum. Enginn bátur var sýnilegur sem fyrr, svo ekki gat hann vænst neinnar aðstoðar, það var allt í lagi hann var vanur að berjast einn. Það var verst með múkkann, hann var horfinn og var þó jafnan þaulsætinn. Kannski hafði hann haldið að hann lægi þarna fyrir föstu, þar sem hann hafði ekki innbyrt fisk í lengri tíma, eða boðið í grun að þarna væri í vændum sá hildarleikur, er best væri að forða sér frá í tíma. Múkkinn vissi lengra en nef hans náði, það hafði hann oft reynt. Já vissulega var hann í nokkr- um skilningi fastur við þessa höfuðskepnu þarna niðri, en úr því yrði nú fljótlega skorið, hver var fastur við hvern. Skyndilega var kippt í færið. Hann hélt því ekki, sem fyrr og nú var hann farinn að finna illilega fyrir því að hann var vettlingslaus á annarri hendinni og skarst færið heiftarlega inn í handarjaðarinn, hann varð að gefa eftir. En það var ekki eins mikill kraftur í átök- unum og áður, að vísu rann færið á enda og báturinn tók nokkurn kipp áfram, en svo slaknaði aftur á. Hann fór nú að draga inn aftur, slæmt var að hafa ekki aukapar af vettlingum, en um það var ekki að fást. í fyrstu aðeins þumlungaði hann því inn, skepnan lá svo þungt í, en svo léttist það skyndi- lega og þá dró hann eins hratt inn og kraftar leyfðu. Hann fann öðruhvoru kippi og eins strikaði skepnan til, þetta minnti hann á viðbrögð stórlúðu, en gat það verið, hverskonar fer- líki var þá annarsvegar. En það yrði nú aldeilis fengur ef hann kæmi með eina risastóra að landi. Þá yrði nú gaman að sjá framan í vinina. En eins og málin stóðu nú þá virtist það borin von, óskhyggja. En hann varð, Drottinn minn, bara í þetta eina sinn, síðasta sinn, þó hann yrði að lofa því að þetta yrði hans síðasti róður. Hann var ekki vanur að ákalla æðri máttarvöld sér til hjálpar, var ekki trúhneigður, trúði frekar á mátt sinn og megin. Hafði van- rækt kirkjusókn og ekki kennt börnum sínum neitt sem hét bænir eða sálmar, enda af litlu að miðla. Hafði látið átölulaust þó þau væru fermd, svona til að halda friðinn. En núna með hendina á helsáru brjóstinu og tárvot augun af sársauka, þá leit hann til himins og ákallaði þann, sem öllu ræður um hjálp. Honum varð nokkuð ágengt, áætlaði að kominn væri inn allt að helmingur færisins. Hann gæfi það ekki út aftur hvað sem það kostaði, heldur setti hann fast í tíma. Svo fóru kraftar hans dvín- 42 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.