Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 50
Áta Orðið áta í málinu er sennilega jafn gamalt landnámi eða eldra, og hafa menn notað það yfir mergð smádýra sem þeir hafa fundið í maga fiska og annarra sjávardýra. Stundum hafa menn og séð átuflekki og hval, fugl eða fisk ganga á þá. Sá grautur sem valt upp úr feng, er einmitt hafði verið aflað í átutorfu, var oftast grautur í orðsins fyllstu merkingu og fékk ekki frekari skilgreiningu hjá sjómönnum lengst af, aðra en þá, að hér væri um átu að ræða. Stundum mun hafa verið talað um glærátu og rauðátu; skilgreining sem grundvallaðist á litnum á glundrinu. Þessi greining er og að mestu leyti enn við lýði hjá þorra sjómanna, og er að vissu leyti skiljanleg og eðlileg. Sjávarlíffræðingar nota fremur lítið orðið áta sökum þess hve merking þess er víðtæk en í því hugtaki skilja fræðimenn í dag það sem nú er oftast kallað dýra- svif. Undir dýrasvif flokkast öll þau dýr sem berast meira og minna stjórnlaust um í sjónum. Þetta er því samheiti hinna fjar- skyldustu dýra svo sem fiskseiða (eða sviflægra hrogna), ýmissa krabbadýra, vængjasnigla og píl- orma svo eitthvað sé nefnt. Fjöld- inn og margbreytileikinn er svo mikill að líffræðingar grípa til þessa eina orðs, dýrasvif, (eða átu) til þess að koma orði yfir herleg- heitin og forðast þannig langar upptalningar á hinum ýmsu hóp- um. Tveir hópar skera sig þó svo mjög úr í öllum grautnum, hvað varðar fjölda og magn og þá um leið mikilvægi, að þeir eru tíðast nefndir sérstaklega. Það er og auðvelt um vik að draga þá í tvo dilka frá öllum hinum þar sem í hvorum hópnum er um innbyrðis náskyld dýr að ræða, nokkuð áþekk í útliti og að stærð, nefni- lega rauðátuna og ljósátuna. 50 Rauðátan Tökum fyrst rauðátuna. Rauð- átan er af þeim ættbálki krabba- dýra sem krabbaflær nefnast eða árfætlur. Um 170 tegundir þessa ættbálks eru til í íslenskum sjó. Þetta eru örsmá dýr, aðeins nokkrir mm að heildarlengd og lítt áberandi með berum augum nema fjöldi þeirra sé þeim mun meiri. Til hinnar eiginlegu rauðátu telst aðeins lítill hluti þessa ættbálks, og meginþorra rauðátunnar, að magni og fjölda, mynda aðeins nokkrar tegundir. Ein algengasta tegund rauðátu hér í norðurhöfum er aðeins um 4 mm að heildar- lengd. Nokkrar náskyldar tegund- ir, sem einnig er hér mjög mikiðaf, mælast að jafnaði tæpur mm að heildarlengd. Sökum smæðarinn- ar verða sjómenn sjaldan eða aldrei varir við rauðátuna í sínu eiginlega umhverfi. Það er ekki fyrr en hún er orðin að rauðum massa í maga síldarinnar sem þessar mikilvægu lífverur líkamnast fyrir augum manna og verða áþreifanlegar. Til þess að útskýra mikilvægi rauðátunnar í lífríki sjávarins verður að koma stuttlega inn í fæðukeðju sjávar- lífveranna. í ríki hafsins lifir hver á öðrum eins og við þekkjum á þurru landi. Smásæjar svífandi lífverur með nokkurskonar blaðgrænu innan- borðs, þ.e. plöntusvifið, mynda fyrsta hlekkinn og sjá um að um- mynda ólífræn efni í lífræn efni með tilstyrk sólarljóssins. Til þess að uppskera þessa grænu akra hafsins þarf góð og afkasta- mikið tæki sam rauðátan er. Hún lifir á plöntusvifi og myndar ann- an hlekk fæðukeðjunnar. Ljósátan og fleiri dýr leggja sér síðan rauð- átuna til munns og mynda 3. hlekk. Þá erum við komin upp í svo stórar lífverur að þorskur og aðrir slíkir fiskar fara að líta við þeim sem fæðu, og þorskurinn þar með orðin 4. hlekkurinn í fæðu keðjunni. Þeir íbúar sjávar sem leggja þorskinn sér til rnunns eru þá samkvæmt þessu í enda- hlekknum, þeim 5. Þetta er þó afar einfölduð mynd af fæðukeðjunni og margar undantekningar frá henni. Þannig lifir ljosátan að nokkru leyti á plöntusvifi og skíð- ishvalur á ljósátu. Síld og loðna styttir sér og venulega leið og lifir að verulega leyti á rauðátu. Ætt- ingi þeirra í suðurhöfum ansjósan ræðst beint á fyrsta hlekkinn og síar plöntusvifið úr sjónum með tálknabörðunum sér til viður- væris. Drepið hefur verið á að ekki alls fyrir löngu var alltaf minnst á rauðátu þegar síld var til umræðu á annað borð. Þetta var á mekt- ardögum Norðurlandssíldarinnar ( Norsk-íslensku síldarinar). í straumamótum norður og norð- austur af landinu þar sem heitur og hlýr sjór mætast, blandast sjór- inn stöðugt og næringarefni sem annars þverra fljótlega og verða takmarkandi þáttur frumfram- leiðslu (döfnun plöntusvifsins) berast stöðugt til yfirborðsins. Af- leiðing þessa, er svo grózka hinna grænu svifþörunga, hvað leiðir af sér döfnun rauðátunnar sem aftur dró að sér síldina. Fyrst svo mikið magn er af rauð- átu í sjónum spyrja menn oft, hvað af henni verði á veturna, því þá verður hennar lítt vart í síldar- mögum. Eitthvað af átunni hlýtur jú að verða eftir til þess að sjá um endurnýjunina. Rauðátan er afar fljótvaxta og frjósamt dýr. í suðlægari höfum tekur vöxtur einnar kynslóðar að- eins nokkrar vikur, svo margar kynslóðir sjá dagsins ljós á hverju sumri. Hér við land er lífsstarf- semin nokkuð hægari þannig að sjaldan koma fram fleiri en tvær kynslóðir á hverju sumri. Sá hluti rauðátustofnsins sem ekki hefur orðið öðrum að bráð, eða sálast fyrir aldurssakir, leitar til botns á haustin. Þegar vorar fer hann á VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.