Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 45
að austan. Þeir voru sammála um að ef Leifi hefði ekki verið kom- inn í var áður en hvessti, þá ætti hann litla möguleika á að ná uppundir. Þeir ræddu þetta ekki frekar heldur drifu sig um borð í báta sína. Þeir héldu út með landinu, en nú var skuggsýnt svo þeir fóru hægt. Ætluðu að leita víkurnar fyrst, annað gætu þeir ekki gert. Ef Leifa væri ekki þar að finna, hefði hann rekið á haf út og þá þyrfti stærri báta en þeirra til að leita. Þeir fundu hann í birtingu. Ránin hafði tekið niðri á flös, innst inn í Þaravíkinni. Báturinn var hálfur af sjó, hafði lagst á hliðina þar sem lúðan var bundin. Leifi gamli hafði dottið framyfir sig og lá með andlitið í austrinum. Önnur hendi hans var kreppt um stýrisvölinn og þurfti átök til að losa hana. Blöskraði þeim að sjá hendur gamla mannsins, allar skornar og vafðar alblóðugum druslum, en sögðu ekki neitt. Þeir fluttu Leifa um borð í Sæ- farann og lögðu hann þar til. Ránin virtist lítið skemmd, jusu þeir hana og tóku í tog heim til Víkurþorps. Lúðuna létu þeir vera eins og Leifi hafði gengið frá henni. Það voru hljóðlátir menn er lögðu að bryggjunni. Nokkur hópur manna var þegar kominn niðureftir og spurðist fljótt út hvað skeð hafði. Þeir gömlu tíndust á bryggjuna, uns þeir voru allir mættir. Stóðu hnípnir á kantinum, er Leifi var borinn í land. Enginn reykti, enginn tuggði, enginn sagði orð. Lúðan var vegin og mæld. Annað eins flykki í lúðulíki hafði ekki sést fyrr í Víkurþorpi, né nærliggjandi sjávarplássum, svo vitað væri. Hún vóg 547 pund, tæpir 3 metrar á lengd. Var fryst í heilu lagi og komu margir að til að sjá þennan mikla fisk, er veiddur hafði verið af gömlum manni, er sumir töldu að hefði verið búinn að vera líkamlega, en skapið vissu þeir að hafði verið óbugað, og fyrir það hafði hann goldið með lífi sínu. Því allir gerðu sér grein fyrir að ekkert hefði verið auð- veldara Leifa gamla, en að skera á í tíma. Eða hvað, enginn hnífur hafði fundist um borð í Ráninni. Viku síðar var Leifi gamli jarð- settur að viðstöddu miklu fjöl- menni. Allir sjómenn Víkurþorps komu til að fylgja honum til grafar og votta honum virðingu sína. Þeir höfðu aldrei að vísu þekkt Leifa náið, ekki fyrr en núna, en þá var það of seint. Á fremsta bekk kirkjunnar sátu sex gamlir menn. Þeir höfðu beðið um að fá að bera Leifa gamla hinsta spölinn. Þeir hafa kannske skilið manna best og boðið í grun hvað hafði skeð í síðustu sjóferð Leifa gamla á Ráninni. ★ Lögreglumaður sagði við mann, sem gekk um gólf á gangstéttinni klukkan 3 að nóttu: — Hvað ert þú að gera hér? — Maðurinn: Ég gleymdi hús- lyklunum og nú er ég að bíða eftir að börnin mín komi heim. ★ Fyrsti kleppsbúi: — Hvað hefur þú fyrir stafni núna? Ann- ar kleppsbúi: — Kaupi gamla brunna, saga þá sundur og sel þá se holur fyrir símastaura. Lausn á krossgátu úr seinasta bladi 'xxv//i V I ■Þ fl P — yf E R > £ V E N N J o L ■ I- >G R H F p » • r> u L F fí R N fl R 0 N fí N L £ s > T • R fí R 9 ■ * r s ■ K l A 5 E M 0 r ■ M K 1 T fl 4 ú V\ N fl F fi N N ■ ° í > R ó a M G iM ó N fl N ■ & M 0 k r P N tlfí T ■ 5 fl M T ft L p ■ fí L p fl P fl r l ■ N £ s fí S S fí ■ n ó N ■ L ft N Ci T r £ T V rM T u 1 L P S H fl fí r ■ s K K fl Mj 3 ■ M E K F S T 0 K | fl L T fí l É ó 3 O ::ss. H M 1 K B r r r u T fl' L M1 fl ■ E K l N ■ N u s i*>J 1 E L L nJI T fl u n s l S T1 >7 í N ÉF M M u fí R M fl F I M fí ■ fl fí V L fí h fl N P 7? I 3 I H u VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.