Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 57
Eva Hreinsdóttir, skrifstofu Vélstjórafélags íslands: Er gaman aö vera vélstjóri? Þessari Morgunpóstsspurningu verður sjálfsagt svarað á ýmsa lund, en ekki hér af mér og er hún alveg út í bláinn sem fyrirsögn. Mér var ætlað að skrifa smávegis um tilgang og starfsemi Vélstjóra- félags fslands, en ég get næstum gert það með tilvitnun í lög fél- agsins: „Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna íslenzku vélfræð- inga- og vélstjórastéttarinnar, semja við rétta aðila um kaup hennar og kjör almennt, stofna og ávaxta sjóði, er verja skal til þess að tryggja og bæta aðstöðu hennar í lífsbaráttunni, stuðla að stéttvísi, samhug og samvinnu félags- manna“. Það er nú það. Til þess að valda ekki ritstjóra blaðsins vand- ræðum, verð ég þó líklega að spinna eitthvað í kringum þetta eða fara út í aðra sálma. Sumum finnst, eftir því, sem ég kemst næst, furðulegt, að vélstjór- ar vilji þiggja laun fyrir sína vinnu. Þeir, sem njóta þeirra forréttinda, að fá að dunda sér niðri í vélar- rúmi í steikjandi hita ilmandi olíulykt, hlustandi á dynjandi tónlist vélanna og sumir þeirra þurfa ekki einu sinni að fara til sólarlanda til að verða brúnir, svartolían sér um það. Samt berj- ast menn á vegum félagsins með kjafti og jafnvel klóm fyrir bættum kjörum þessarar stéttar. Eitt sinn varð ég fyrir smáhappi, sem gæti sem skólaritgerð haft fyrirsögnina: „Þegar álit mitt á vélstjórastéttinni óx um allan helming“. Þór Birgir Þórðarson, yfirvélstjóri á Mánafossi, tók að sér að sýna mér vélarrúmið á því skipi. Og hvílík sjón! í gegnum einhvers konar netgólf blasti við mér landslag, sem örugglega ekki erlíkjandi viðSkaftafell,látum vera hvort hefur vinninginn. Takkar, rör, leiðslur, ljós, geymar, vindur, skrúfur, dælur og sjálfsagt bullur og strokkar og fleira, sem ég kann ekki að nefna; Allt í einu rættist gamall draumur eitt augnablik. Ég varð pínulítil. Ég held næstum að ég hafi aðeins búist við skafti út úr einhvers konar skífu, sem á stæði: Hægt, hratt, afturábak, áfram. Það sem Þór Birgir sagði mér um gang vélanna, fór að mestu leyti ofan garð og neðan, bæði vegna skilningsleysi og hávaða. Mig minnir, að ég hafi spurt hann, hvort alltaf léti svona hátt í vélun- um og hann hafi starað á mig augnablik og hrópað síðan, að þessi hávaði væri aðeins frá ljósa- vélunum. Ég kom aftur á skrif- stofuna niðurbrotin manneskja, því stolt mitt af minni einu reikni- vél var að engu orðið. Fá félög eiga jafnmarga samn- ingsaðila og V.S.F.Í., enda er for- maður félagsins eins og hvítur stormsveipur þessa dagana á milli sáttafunda. Á meðan hann sinnir þessu aðalverkefni félagsins, eig- um við, sem eftir sitjum að sinna hinu. íhaldssemi sumra félags- manna hefur þó löngum hindrað eðlilega afgreiðslu mála. Eftir fimm ára starf hjá félaginu, hitti ég enn vélstjóra, sem horfa í gegnum okkur kvenfólkið á skrifstofunni og spyrja hvort enginn sé við. Ef við breiðum úr okkur, syngjum og stöndum á höndum, kóróna þeir allt saman með því að bæta við: „Já, en ég meina, er enginn karl- maður við?“. Hvað sem fyrirsögn- inni líður, er ekki alltaf gaman að vera kvenmaður. Vélstjórafélagið er engu síður óheppið með sínar sumarbústaða- framkvæmdir en L.Í.Ú., þótt af ólíkum ástæðum sé. Fjárskortur háir víst ekki þeim bæ. Þó eru bjartari tímar framundan, því fél- agið hefur selt Sparisjóði vélstóra hluta húsanna, sem verða líklega tilbúin til leigu í byrjun október. Næsta sumarog jafnvel í vetur má því búast í auknum mæli við strípuðum vélstjórum á eða í Laugavatni. Ekki er alltaf gaman að vinna á skrifstofu félagsins. Mikið af vinnutímanum fer á alls kyns þras við vinnuveitendur vélstjóra, sem VÍKINGUR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.