Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 11
örygg^búrmði til skipa. Má í því sambandi benda á, að enginn söluskattur er nú greiddur af fiskumbúðum, kjötpokum, fóðurmjöli, heyi svo og öðru dýrafóðri. C. Um leið og þingið fagnar komu hinnar nýju þyrlu Landhelgisgæslunnar bendir það á og mótmælir harðlega þeim fráleitu vinnubrögðum fjárveitingarvalds að skera stórlega niður rekstrarfé til starfssemi Landhelgisgæsl- unnar á sama tíma og efling hennar er þjóðarnauðsyn. 12. þing Sjómannasambandsins minnir á það mikla öryggi, sem skip Landhelgisgæslunn- ar veita sæfarendum við ís- landsstrendur og íbúum ein- angraðra byggða og sjó- mönnum á fjarlægðum mið- um. Það er krafa þingsins að Landhelgisgæslan verði efld. Þá bendir þingið á nauðsyn E. þess, að Alþingi endurskoði 203. grein siglingalaga um björgunarlaun til samræmis við nútímann. D. Þingið bendir á nauðsyn betri og fullkomnari læknisþjón- ustu fyrir sjómenn en nú er. Enda þótt heilbrigðisreglu- gerð mæli svo fyrir, að með heilsufari sjómanna skuli fylgst, er í flestum tilfellum, við ráðningu sjómanns, í engu eftir þessari reglugerð farið. Dánar- og slysatrygging sjómanna tekur hækkunum á 6 mánaða fresti samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, samkvæmt lögum nr. 25, frá 1977, en þar segir svo: „Nú verður breyting á vikukaupi í almennri verkamannavinnu og skal ráðherra þá innan 6 mánaða breyta upphæðum bóta samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum þessum“. Þingið gerir þá kröfu á stjórnvöld að breyta lögum þessum þannig, að trygging- arfjárhæðir hækki stórlega og taki breytingum samfara breytingum á frantfærslu- vísitölu 1. janúar og 1. júlí. Þingið gerir þá kröfu til stjórnvalda, um að breyta lögum um bótagreiðslur við örorku- eða dauðaslys sjó- rnanna á þann veg, að bóta- greiðslur greiðist í samræmi við þá tryggingarfjárhæð er gildir á greiðsludegi. Þingið fagnar þeirri reglu- gerð sem út er komin varð- andi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í skipum, og skorar á Siglingamálastofnun ríkis- ins að fylgja henni nú þegar fast eftir. Þingið áminnir enn einu sinni skipstjórnarmenn um að brjóta ekki þann öryggis- hlekk, sem íslenskum sjó- mönnum er búinn með til- kynningarskyldunni, og hvet- ur þá til að stuðla að því, að hvimleiðum tilkynningum í Ályktun 12. þings Sjómannasambands Islands Varðandi erindi Alþingis um frumvarp um olíugjald 12. þing Sjómannasam- bands Islands ítrekar fyrri af- stöðu sjómannasamtakanna um að þann vanda, sem hækkun olíuverðs skapar út- gerðinni í landinu beri að leysa með sameiginlegu átaki landsmanna allra, en ekki að velta honum yfir á sjóntenn eina, svo sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um breyt- ingará lögum um tímabundið olíugjald, sem liggur fyrir Al- þingi. Þingið telur að Alþingi eigi að mæta þessurn vanda m.a. með því að fella niður þau innflutningsgjöld sem nú eru á olíuvörum og leggur áherslu á að við næstu ákvörðun fisk- verðs, verði þessi mál komin í það horf sem sjómenn geti við unað. Með hliðsjón af framan- sögðu leggur 12. þing S.S.Í. til að umrætt frumvarp verði fellt. F. G. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.