Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 38
Hann fór nú að tygja sig til, sjóbúast. Hellti kaffinu á brúsa, er hann síðan tróð ofan í ullarsokk. í matarkassann setti hann rúg- brauðshleif, kæfubita, smjör og tvo kjötbita. Og þá var bara eftir að fylla á blöndukútinn, hann var ómissandi á sjónum. Hann slökkti á olíuvélinni, stakk tóbakspung og pipu í vas- ann, gekk út og-læsti vandlega. Beitu þurfti hann að taka með sér í frystihúsinu á leiðinni, setti hann því matarkassann og blöndukútinn í hjólbörur og hélt af stað. Hann stytti sér leið með því að fara hliðarstíg niður að frystihús- inu, fékk afgreidda eina pönnu af síld og hélt síðan á bryggjuna. Þarna í lognkyrrunni, hvítmál- uð á skrokk með rauða borð- stokka, hjúfraði Ránin sig að bryggjunni, eins og barn við móðurbrjóst, auðsveip með slaka á endum. Hún var aðeins tvö tonn, með færeysku byggingalagi, vel reist til beggja enda. Volvo Penta vél, er aldrei sló „feilpúst“. Milli þeirra voru sterkar taugar, er byggðust á gagnkvæmu trausti. Til að bregð- ast henni ekki þá reyndi hann að ofbjóða henni ekki, hvorki að of- keyra né ofhlaða. Þeim hafði aldrei hlekkst á. Hann kom beitunni fyrir í skutstíunni, breiddi seglpjötlu yfir, gangsetti vélina og sleppti. Er út úr höfninni kom tók hann stefnu til norðurs, út og norður kölluðu þeir það, tók strigapoka, braut hann saman og setti á afturþóftuna, settist á hann og mundaði stýrisvölinn. Þetta yrðu alltaf tveir tímar. Hann leit til víkurinnar, nú var farið að rjúka á nokkrum bæjum. Ekki öfundaði hann þá er í landi voru. Það var alltaf þetta sama, mjólka beljurnar ef einhverjar voru, bera vatn heim í fötum úr brunninum, síðan var haldið til vinnu, annaðhvort i frystihúsinu eða í salthúsinu, það er að segja þeir sem höfðu aldur og heilsu til, voru ekki of gamlir eða of ungir. Þeir yngri léku sér í fjörunni, en þeir gömlu voru að þessu eilífa rölti á bryggjuna eða þeir sátu á sjávarkambinum fyrir neðan salt- húsið og töluðu um veður og aflabrögð, reyktu, tóku í nefið, sumir tóku upp í sig og voru þeir jafnan fátalaðri, það fylgdi því. Nei hann öfundaði ekki þessa menn, hló frekar hugur í brjósti yfir því að hann vissi að það voru þeir, sem öfunduðu hann. Er hann kom að landi, oft með góða afla, þá fylgdu þeir hverjum fiski eftir með augunum, er hann kastaði þeim á land. Sjálfsagt kæmi að honum, en hann hafði alltaf einrænn verið, svo ekki var víst hvernig hann félli inn í félagsskapinn. Hann var enn grunnt undan. Er hann leit fyrir borð, sá hann greinilega til botns þar sem þang- slæðurnar byltu sér til værðarlega líkastar hafmeyjarhári. Þarna niðri var nógur fiskur, það vissi hann, en aldrei skyldi hann koma að landi með eldrauða þaraþyrsklinga, heldur færi hann í land árinu fyrr. Enda var sá rauði fullur af hringormi og illa séður í frystihúsinu. EnginvettSngatök Rauðu MAX VINYLglófamir eru öll véttlingatök. með grófri kmmpáferð. Um endinguna vitna þeir sem nota þá. Hún auðveldar erfið störf og útilokar MAXf Rauðu MAX VINYLglófamir. Heildsölubirgóir og dre'ifing Davíö S. Jónsson og Co. hf. S 24333. 38 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.