Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 20
VÖRP BÁTASMIÐJA Útgeröar- menn Þurfió þiö að fá nýtt stýrishús, inn- réttingu á lúkar, káetur eða boró- sal. Þá talið vió okkur. Ennfremur þegar landsfeður telja lag þá framleióum viö okkar þekktu eikarbáta. VÖRP BÁTASMIÐJA Óseyri 16 — Akureyri Sími 96-21782. einkum á vesturströndinni. Þó er áberandi þróunn í þá átt, að stærri og dýrari fiskiskip séu í eigu fisk- vinnslufyrirtækjanna, líkt því sem gerist á íslandi. Enda þótt sjávarútvegur sé ekki ýkja mikilvæg atvinnugrein fyrir kanadískt efnahagslíf í heild er hann undirstöðuatvinnuvegur í ýmsum héruðum. Fylkin á austurströndinni, Ný- fundnaland, Nova Scotia, New Brunswick og Prince Edward is- land byggja t.d. afkornu sína að verulegu leyti á fiskveiðum, en aðrir atvinnuvegir eru tiltölulega vanþróaðir. Á kanadískan mæli- kvarða eru þetta fremur fátæk héruð og tekjustig þeirra er svipað og á íslandi. Kanadískur sjávarútvegur ein- kennist af sterkum samtökum hagsmunaaðila; sjómanna, út- gerðarmanna og fiskvinnsluaðila. Stjórnmálalegt afl þessara sam- taka er mjög verulegt í sjávarút- vegsfylkjunum á austurströndinni, en er á landsmælikvarða mun minna en á íslandi. í öðru lagi eru Kanadamenn meðal helztu keppinauta íslend- inga á mikilvægum fiskmörkuð- um erlendis. Síðustu ár hafa Kanadamenn valdið okkur vaxandi erfiðleikum á saltsíldarmörkuðum Evrópu, með undirboðum sínum. Enn- fremur eru þeir sem alþekkt er skæðir keppinautar okkar á bandaríska freðfiskmarkaðnum. Njóta þeir þar bæði meiri ná- lægðar við markaðina og víðtæk- ari þekkingar á neysluháttum Bandaríkjamanna en við íslend- ingar. Á komandi árum eru horfur á stórauknu framboði Kanada- manna á þessum markaði og öðr- um hliðstæðum. Þetta mun eiga sér stað í kjölfar þess, að þeir hafa nú náð yfirráðum yfir helztu botnfiskstofnum sínum. Hyggjast þeir bíða þess, að þessir stofnar vaxi svo, að þeir geti gefið af ser fyrri afla með stórum minni sókn. Það virðist því ráðlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast náið með framvindu sjávarútvegsmála í Kanada. Annars vegar vegna þess að framkvæmd þessara mála í Kanada endurspeglast í verðlagi á okkar helstu sjávarafurðum með næsta skjótum hætti. Hins vegar er það lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með því, hvernig Kanada- menn bregðast við hinum ýmsu vandamálum í sínum sjávarútvegi, hliðstæðum þeim, sem við eigum við að glíma, ekki síst hvað varðar stjórn fiskveiðanna. Eftirfarandi tafla gefur nokkra vísbendingu um heildarfisk afla Kanadamanna og samsetningu hans á undanförnum árum. Tafla 1. Fiskafli Kanadamanna (þús. tonn) Afli helztu tegunda Kyrrahafs- Atlandshafsströnd strönd Hcildar- Ár afli l’orskur Ýsa Karfi Sild Loðna Lax 1972 1.169 219 17 110 304 5 74 1973 1.157 177 18 159 226 7 86 1974 1.037 157 15 88 226 16 63 1975 1.024 146 19 103 242 5 38 1976 1.132 194 19 90 226 10 58 1977 1.280 237 27 66 230 11 65 1978 1.407 297 43 73 243 19 71 Hciniil Fao: Yearbook of Fishery Statisti CS, 1978. 20 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.