Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 44
En Ránin var traustbyggð og innviðir hennar héldu. Lúðan hamaðist ákaflega, vatt sig í boga, lamdi sjóinn með sporðinum svo boðaföll mynduð- ust, en það var henni ekki nóg þar sem hausinn var fastreyrður við borðstokkinn. Hann stökk til, greip hnífinn með báðum höndum og keyrði hann af afli í lúðana þar sem hann taldi að hann næði til hjartans. Hendur hans runnu til á hálu hnífsskaftinu og fram á blaðið. Hann fann er hnífseggin sargaði á beini og gaf frá sér reiðiöskur en herti samt takið með hnífinn, allur sársauki var nú gleymdur, fann ekki lengur fyrir honum, þetta var nautn. Blóðstraumurinn vall undan tálknunum og skar sig fagurlega úr á hvítri hlið lúðunnar. Sjórinn litaðist purpurarauður í kring um bátinn. En er hann leit á hendur sínar, haldandi um hnífskaftið og blaðið á kafi undir tálkni lúðunn- ar og blóðstrauminn er rann þar frá þá vissi hann ekki hvað var blóð úr honum og hvað úr lúð- unni. Hin frumstæða hvöt mannsins, veiða, sjá blóð og sigra höfðaði nú til hans. Hvort sem andstæðingurinn var fjandmaður, dýr eða fiskur sem þessi. Að sigra eða deyja, það var lífið, frumhvöt mannsins, er fylgir honum frá vöggu til grafar. Hann gaf frá sér stunu, blandna sælu og trega. Sælu yfir að hafa unnið í þessari viðureign og trega yfir að vita að þama hafði hann komist næst uppruna sínum, brú- að bilið á augnabliki milli manns og dýrs svo öll þróunarkenningin varð fánýt, meðvitaður þess að þetta fengi hann ekki að upplifa aftur. Átök lúðunnar linuðust smátt og smátt. Það fóru kippir um vöðvamikinn skrokkinn og seinast 44 bærðist sporðurinn til, létt og tígulega, eins og blævængur í hendi hefðarmeyjar. Því varlokið. Hann dró út hnífinn, henti honum frá sér, vissi ekki hvort hann lenti innbyrðis eða utan. Það skipti engu máli. Er hann reis upp frá borð- stokknum rak hann upp sárs- aukavein. Honum tókst að rísa upp og skall afturyfir sig og lenti ofan á fiskkösinni, en það gat verið verra, fiskurinn var mjúkur við- komu. Er hann rankaði við sér þá gerði hann sér ekki grein fyrir hversu lengi hann hefði legið þama. Hann leit á klukkuna og sá að langt var liðið á dag. Hann leit á hendur sínar, þaktar storknuðu blóði. Þær voru illa skornar. Hann yrði að finna ein- hverja druslu til að binda um þær. Hann komst upp á hnéin og mjakaði sér út að borðstokknum. Haus lúðunnar var upp úr sjó. Þvílíkt ferlíki, hún var jafnvel mun stærri en honum hafði virst í fyrstu. Eitt var á hreinu, hann gæti aldrei innbyrt hana. Nú tók hann eftir því hvað bát- urinn hallaðist ískyggilega, enda auk þyngsla lúðunnar var allur fiskurinn kominn út í sama borð. Hann yrði ókeyrandi svona og nú var hann byrjaður að kula verulega á austan og það yrði skvettingur á landleiðinni, uns hann kæmi undir tangann, úr því gæti hann haldið inn með vík- unum í sléttum sjó. Hann yrði að ganga betur frá lúðunni, ef hann ætlaði að hafa hana fyrir utan þá yrði hann að festa hana betur. Hann fékk sér spotta og sló á sporðinn og batt upp á síðuna. Þá var að rétta bátinn. Hann kastaði fiskinum yfir og skorðaði hann, það munaði verulega um það. Svo yrði hann að sitja, helst á borðstokknum alla leið í land. Var það furða þó að Ránin hans hallaðist. Þetta flykki á síðunni var vart undir fimm hundruð pundum. Hann kúplaði nú að og tók stefnu til lands. Fljótlega tók að gefa á lægra borðið og hann varð að fara að ausa. Hann fann til undarlegs magn- leysis, svimi sótti að honum þar sem hann bograði við austurinn. En hann skyldi aldrei gefast upp, ekki meðan hann héldi sér uppi, en hvað yrði það lengi? — Bátarnir tíndust að hver af öðrum. Flestir höfðu aflað sæmilega, enginn vel. Þeir höfðu líka haft sig í land með fyrra' fallinu, vildu forðast austan strekkinginn og ágjöfina. llla við að standa í austri. Er þeir voru að aka síðustu hjólbörunum með aflann á vigtina við salthúsið, hafði einhver orð á því að ekki ætlaði Leifi gamli að vera snemma í landi, frekar en fyrri daginn. Hann skilar sér eins og hann er vanur, þó seint verði, sagði Einar á Sæfaranum. Við þurfum varla að hafa áhyggjur af honum Leifa. Bara að hann komi sér uppundir áður en hvessir meira. Þetta var svo ekki meira rætt að sinni og hélt nú hver til síns heima, í rjúk- andi kaffið og stofuylinn. Þeir gætu slappað vel af, það var ekki útlit fyrir að róið yrði að morgni. Um miðnættið hringdi síminn hjá Einari á Sæfaranum. I símanum var vaktmaðurinn í frystihúsinu. Kvað hann Leifa ókominn og hlyti eitthvað að hafa hent gamla manninn. Einar tók undir það og kvaðst skyldu koma strax niðureftir. Bað hann vaktmanninn að hringja í nokkra formenn, er hann tiltók og biðja þá að koma niður að höfn. Þeir ræddu málin undir salt- húsveggnum í skjóli. Hann var orðinn spænuhvass VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.