Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 53
lendum málum er þessi Suður- hafsljósáta nefnd „krill“. Séð hef ég þetta nafn þýtt á íslezku sem kríli sem ótæk þýðing þar sem hér er um risan í fjöldskyldu ljósát- anna að ræða. Ef gefa þarf þessari tegund sérstakt nafn á vorri tungu, má nefna hana Suðurhafsljósátu eða risaljósátu. Það sérstæða við þessa Suðurhafsljósátu er, að hún nærist nær eingöngu á plöntusvifi. Ljósátan okkar lifir hins vegar jafnframt á rauðátu, eftir því hvort er frekar fyrir hendi. Skíðishval- irnir í suðurhöfum eru því aðeins í 3. hlekk fæðukeðjunnar. Eins og komið verður inn á hér á eftir, þá fer geysilegt magn af orku og eggjahvítuefni (proteini) forgörð- um við hvern nýjan hlekk í fæðu- keðjunni. Sú fæðukeðja í Suður- höfum sem hér hefur verið nefnd, er því sú styttsta sem þekkt er, og um leið sú afkastamesta í höfum veraldar. Lífdagar ljósátunnar eru nokk- uð lengri en rauðátunnar, en þær lifa a.m.k. í 2 ár verði þær ekki einhverjum að bráð. Þótt minna sé um ljósátu á vetrum en á sumrum leita þær ekki botns eins og rauð- átan en eyða allri ævi sinni upp í sjó. Stór hluti þeirrar ljósátu sem dafnar á hverju sumri hafnar að sjálfsögðu í ginum.hvala eða fiska. Sá hluti sem eftir lifir hrygnir að vori og sér um endurnýjunina. Ég hef reynt að benda á mikil- vægi rauðátu og ljósátu með því að skírskota til hins gífurlega magns sem þessar lífverufmynda í sjónum. Þetta skal að lokum skýrt aðeins nánar. Talað hefur verið um fæðukeðju hafsins og það mikla tap sem verður á efnum og orku við hvern hlekk. Þannig er talið árlega myndist um 150 þús- und miljón tonn af plöntusvifi í sjónum. (1. hlekkur) Magn þeirra svifdýra sem á plöntusvifinu nær- ist (2. hlekkur, rauðáta að stórum hluta) og árlega fæðast, er aðeins 10% af þessu plöntumagni, eða um 15 þúsund milljón tonn. Magn þeirra svifdýra sem lifa á öðrum svifdýrum (3. hlekkur, að hluta ljósáta) er um 1500 milljón tonn á ári. Það magn af fiski sem jarðar- búar draga árlega úr sjónum er um 30 milljónir lesta, eða um 0,02% á árlegri framleiðslu plöntuksvifs- ins. í sjónum er þó meiri fiskur en úr honum er dregið, og talið er, að magn fiskjar í heimshöfunum sé um 2—5% af magni plöntusvifs. Niður staðan af öllum þessum talnaleik verður í stuttu máli sú, að það þarf 150 þúsund milljón tonn af plöntusvifi til þess að framleiða 30 milljón tonn af fiski. Mikil af- föll það, eða 99,8% Því er von að menn spyrji af hverju ekki sé gripið neðar í fæðukeðjuna í sveltandi heimi, því allt er þetta matur frá fyrsta hlekk. Segja má að, þetta sé aðeins spurning um tæknileg atriði og framkvæmd. Hvað varðar nýtingu fyrsta hlekksins eru þó enn óyfir- stignir þröskuldar í vegi. I plöntu- svifinu er einnig bundið svo mikið af kísil og öðrum steinefnum að ekki virðist árennilegt að ráðast á þann garð í bráð. Norðmenn munu hafa gert einhverjar til- raunir með að nýta annan hlekk- inn, rauðátuna. Þar mun vanda- málið vera helzt það, að skrapa saman nógu miklu magni á ein- faldan hátt þannig að slíkt borgi sig. Alvarlegustu tilraunirnar í þessa veru hafa verið gerðar í Suðurhöfum af ýmsum þjóðunr, svo sem V-Þjóðverjum, Rússum o.fl. Það hefur verið reynt að veiða og nýta ljósátuna, sem raunar stendur þar á öðru þrepi fæðu- stigans. Tilraunir þessar munu hafa gengið nokkuð vel, en áhugi fyrir afurðunum hinsvegar tak- markaður a.m.k. á vesturlöndum. Margir hafa þó spáð því, að þeir tímar muni koma, er ljósátan í Suðurhöfum verði eitt aðal mat- arbúr heimsins. Þú ættir að láta þau ciga sig, þau gætu hafa verið úðuð. VÍKINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.