Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 39
Hann yrði að komast út á hraunið, í svona blíðu var allt í lagi að fara tvo tímana. Hann þyrfti að komast það langt að Hraunsnefið bæri í Gilbúann. Þar voru mið, sem hann vissi um og oft hafði gefið honum góðan afla. Vænn fiskur, stóð á fimmtugu en það var betra að fá færri og stærri. Þarna hafði hann stundum sett í lúður, ekki mjög stórar, flestar innan við hundrað pund en það gætu nú alltaf leynst stærri in- nanum. Það væri gaman að sjá framan í vinina þarna í kamb- inum ef hann kæmi með eina stóra að landi. En til hvers var þessi metingur og stolt í honum. Til hvers að vera að sýnast og sanna að honum væri ekki öllum lokið og enn væri töggur í honum. Var þetta ekki óþarfi og til einskis að vinna. Hann var orðinn gamall maður, eldri en hann leit út fyrir að vera, eldri en árin sögðu til um. Hann var útslitinn maður. Það var annað hérna áður fyrr, þá vildi hann að konan og börnin væru hreykin af honum. Hans sælustu minningar voru, er hann minntist þess, er hann heyrði glaðar raddir barnanna sinna, er hann renndi að bryggj- unni. Sá þau koma hlaupandi niður stíginn og fram bryggjuna. Drengirnir tveir á undan og Sigga litla augasteinninn hans, reyndi af öllum mætti að fylgja þeim eftir. Þá flýtti hann sér upp á bryggjuna og tók á móti drengjunum með kossi og vinalegri stroku á gló- kollana. En er Sigga litla kom, greip hann hana í fangið og þrýsti henni að sér og hún skríkti af hamingju. Hún lagði vangann að saltstorknu skegginu og tók um háls honum. Þá fannst honum að hann væri ríkur maður og þyrfti ekki að kvarta yfir sínu hlutskipti í lífinu. Anna konan hans kom sjaldan á VÍKINGUR bryggjuna, það var hennar, hún var þannig gerð, afar hlédræg. Og þó hún Anna hans bæri ekki til- finningarnar utan á sér að öllu jöfnu, þá var hann ekki fjarri því að hún væri ögn hýrari í viðmóti, er hann kom að landi með góðan afla og þá var til allnokkurs unnið. Já, Anna hafði reynst honum góð kona og traust í hvívetna. Þau höfðu ekki safnað pening- um en haldist vel á og alltaf haft nóg fyrir sig. Börnin gátu þau stutt til mennta og voru þau öll þrjú búin að koma sér vel fyrir. Eitt var búsett í sjávarplássi skammt frá og tvö voru búsett fyrir sunnan. Eftir að Anna lést fannst hon- um húsið of stórt fyrir hann einan svo hann seldi það og keypti Braggann, sem hann fékk fyrir lítinn pening, en átti góðan afgang fyrir sig og gat sent barnabörn- unum glaðning öðru hvoru. Hann gat ekki að honum fannst sagt annað en að hann hafi verið heldur lánsamur í þessu lífi. Heilsugóður alla tíð og margir voru þeir jafnaldrar hans, er fyrir löngu voru komnir í land og dúll- uðu í tímavinnunni, ef þeir gerðu þá nokkuð. Hann hrökk upp, hafði alveg gleymt sér um stund, hvað var hann annars að rifja þetta allt upp núna. Hann leit á úrið og sá að hann átti aðeins eftir um kortérs stím. Hann leit í kring um sig, þetta var nú meiri renniblíðan. Enginn bátur var sýnilegur en langt í vestri sá hann flutninga- skip, það hnussaði í Leifa, járn- dunkur tautaði hann. Hann gat ekki litið á þessi ferlíki sem skip, þau voru dauð ekki með lífræna eiginleika eins og tréskipin. Hann fór fram hjá nokkrum fuglager- um. Svartfuglinn kafaði í sífellu, en múkkinn synti í hringi og rýndi ofan í sjóinn, hann gat ekki kafað. Þarna voru sílatorfur. Oft var hægt að setja í fisk með því að renna í þessar torfur og gat þá staðið á höndum, en stundum var það mikil ferð á sílinu að erfitt var að fylgja því eftir. Nú var kominn tími til að gera sig kláran. Hann setti stýrið fast, fór fram í og opnaði stefnisskápinn og tók þaðan út handfæri, upphá stígvél, stakk þyrfti hann ekki í þessu veðri. Hann gerði færið klárt. Það var eins og nýtt, enda lítt dregið, síðan í vor. Hann hafði fyrir venju að byrja alltaf með allt nýtt í byrjun hvers úthalds. Það var ekki hægt að treysta gömlu færi. Önglarnir voru spegilgljáandi, Mustad og sön, það voru þeir einu réttu. Hann skoðaði sigurnaglann, er tengdi færið við sökkuna, aðeins sakkan var gömul. Hún var hnoð- uð nokkuð og steinar úr ýmiskon- ar botnlagi höfðu fest upp í enda hennar. Hann hringaði niður færið, batt enda þess við miðþóftuna. Það var föst venja hjá honum þó hann minntist þess ekki að hafa misst það allt út. Allur var varinn góður. Vaðbeygjan hékk við borðstokk- inn í spotta og stakk hann henni á sinn stað. Þá var að skera beituna. Hann braut stykki úr pönnunni og breiddi síðan yfir hana aftur. Hann skar stórt, henti hausn- um, skar það sem eftir var í fjóra bita. Vænn fiskur vildi væna beitu, að hann talaði nú ekki um flat- fiskinn. Verst væri nú ef hákarlinn færi að snuðra af beitunni, en hann vildi nú helst eitthvað úldið eða þá unglingakjöt af rauðhærðum eins og haft var eftir fransmönnum. Hann gáði nú vandlega að miðum og sá að hann var kominn. Hann drap á vélinni, seildist eftir blöndukútnum fékk sér góðan slurk, þurrkaði úr skegginu á erminni, tróð í pípuna og kveikti í. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.