Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 24
4. Stjómun annarra kanadískra fiskveiða Fram að útfærslu fiskveiðilög- sögunnar 1977 var Kanadamönn- um óhægt um vik að hefja skyn- samlega stjórnun hinna mikil- vægu fiskveiða undan austur- ströndinni, vegna þess hve erlend- ar þjóðir áttu stóran þátt í veiðun- um. Um svipað leyti og laxveið- arnar undan vesturströndinni voru teknar til endurskipulagn- ingar, 1969, var þó hafin hliðstæð stjórnun veiða á staðbundnum humarstofnum við austurströnd- ina. Hefur árangur þeirrar stjórn- unar orðið áþekkur árangri stjómunar Kyrrahafslaxveiðanna. í kjölfar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar hófu Kanadamenn hins vegar víðtæka endurskipulagn- ingu fiskveiða sinna. Fyrstu skrefin í hinni nýju fisk- veiðistefnu voru þau, að komið var að verulegu leyti í veg fyrir nýjar fjárfestingar í þeim fiskveið- um, sem erlendar þjóðir höfðu áður átt stóran þátt í. Hugmyndin var sú að gefa viðkomandi fiski- stofnum ráðrúm til að vaxa svo, að fyrri afla mætti að lokum ná með tiltölulega lítilli aukningu á kana- dískri sókn. í öðru lagi voru veiðar á umræddum tegundum nú ein- ungis heimilar gegn kaupum á veiðileyfi. Er nú svo komið, að nær allar umtalsverðar kanadískar fiskveiðar má nú einungis stunda samkvæmt sérstöku veiðileyfi. Á komandi árum er sennilegt, að framvinda þessara veiða (þorsk-, ýsu-, karfa- og síldveiða auka annarra minni háttar fiskveiða) og þjóðhagsleg arðsemi þeirra, muni vera mjög svipuð því, sem að í framan er lýst varðandi Kyrra- hafslaxveiðarnar. 5. Lokaorð Aðferðir Kanadamanna við stjómun Fiskveiða og reynslan af þeim fela í sér mikilsverða lexíu fyrir fslendinga. Meðal annars sýnir framvinda þessara mála í Kanada fram á það, að unnt er, við aðstæður, sem í margvíslegu tilliti þ.á.m. hvað hagsmunahópa varðar, eru ekki óáþekkar íslensk- um aðstæðum, að framkvæma fiskveiðistefnur, sem auka hinn þjóðhagslega arð af nýtingu við- komandi fiskistofna mjög veru- lega, er fram líða stundir. Enn- fremur sýnir reynsla Kanada- manna okkur fram á, að það er til lítils (og raunar mjög skaðlegt) að draga framkvæmd skynsamlegrar fiskveiðistefnu á langinn. Segja má að staða þessara mála á íslandi sé nú svipuð og hún var í Kanada 1957 er Sinclair nefndin var skip- uð. Það virðist fremur tilganglítið að endurtaka kanadíska biðtím- ann frá 1957—1969 hér á íslandi. Að síðustu er rétt að leggja á það ríka áherslu, að framkvæmd skynsamlegrar fiskveiðistefnu í Kanada eykur á nauðsyn þess, að við íslendingar tökum upp ekki síðri stjórnun okkar fiskveiða. Sem fyrr segir eru Kanadamenn helstu keppinautar okkar á bandaríska freðfiskmarkaðnum og raunar víðar. Ef við tökum ekki upp skynsamlega fiskveiðistefnu munu Kanadamenn fljótlega vera færir um að framleiða sínar fiskafurðir á hagkvæmari hátt (á lægra einingarverði) en við ís- lendingar. Þarf þá ekki að spyrja að úrslitum samkeppninnar, þegar að kreppir á þessum mörkuðum. Raunar benda markaðsfregnir til þess að Kanadamenn séu nú þegar færir um að undirbjóða okkar framleiðslu á ýmsum þýðingar- miklum útflutnings mörkuðum og við séum því þegar farnir að súpa seyðið af fyrirhyggjuleysi okkar á þessu sviði. Með markvissari að- gerðum í fiskveiðistjórnun en Kanadamenn hafa treyst sér til að beita er þó e.t.v. enn unnt að snúa þessu dæmi við. Með slíkum að- gerðum væri bæði unnt að tryggja markaðsstöðu sjávarafurða okkar til frambúðar og leggja varanlegan grundvöll að lausn hins þráláta ís- lenska efnahagsvanda. Helstu heimildir: 1. Árnason, R.; „Tímatengd fiski- hagræði og hagkvæmasta nýting íslenska þorskstofnsins“, Fjármálatíðindi, 1979. 2. Campbell, B.A.; Licence „Limitation Regulation: Canadian Experience“, Jour- nal of Fisheries Research Board of Can- ada, 1973. 3. Crutchfield, J.A. og Zellner, A.; „- Economic Aspects of the Pacific Halibut Fishery“, Fishery Industrial Research, 1%2. 5. Fraser, G.A.; „Limited Entry. Experience of the British Columbia Salmon Fishery“, Journal of Fishery Research Board of Canada, 1979. 4. FAO; „Yearbook af Fishery Statis- tics“, 1978. 6. Cordon, M.S.; „Econonic Theory of a Common Property Resource: The Fishery“ Joumal of Political Economy, 1954. 7. Mackenzie, W.C; „Rational Fish- ery Management in a Depressed Region: The Atlantic Ground fishery“, Journal of Fisheries Research Board of Canada, 1%9. 8. Pearse, P.H.; „Rationalization of Canada’s West Coast Salmon Fishery: An Economic Evaluation“, OECD Inter- national Symbosium on Fisheries Economies, 1971. 9. Pearse, P.H. og Wilen, J.E.; „Im- pact of Canada’s Pacific Salmon Fleet Control program“, Journal of Fisheries Research Board of Canada, 1979. 10. Scott, A.D; „The Fishery: The Objectives of sole Ownership“, Journal of Political Ecomomy, 1955. 11. Sinclair, s.; „Licence Limitation — British Columbia: A Method of Economic Fisherier Management“, Department of Fisheries of Canada, 1%0. ★ Ungur kvikmyndaleikari var að borða í veitingahúsi í Hollywood. Afgreiðslustúlkan horfði á hann og spurði loksins: — Mér finnst ég kannast við yður, getur verið að ég hafi séð yður áður einhverstaðar? Hann brosti og sagði: — Getur verið, að þú hafir séð mig í bíó. — Getur verið, sagði hún hugsandi. — Hvar ertu vanur að sitja? 24 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.