Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 12
útvarpi um kæruleysi skip- stjórnarmanna linni. Ella verði sektarákvæðum beitt við ítrekuð brot. H. Þingið skorar á útgerðar- menn íslenskra skipa að hefj- ast nú þegar hánda í sam- vinnu við sjómannasamtökin urn fræðslu fyrir sjómenn hvað viðkemur öryggistækja- búnaði um borð, svo og not- kun þeirra. í þessu sambandi verði þeim aðilum er að öryggis- málum sjómanna standa, veitt verulegt fjármagn af ríkis- valdi til framleiðslu á mynd- snældum til fræðslu fyrir sjó- menn um öryggismál. Jafnframt að felld verði niður öll aðflutningsgjöld af myndsegulböndum til not- kunar um borð í íslenskum skipum. I. Þingið hvetur Siglinga- málastofnun ríkisins, Slysa- varnafélag íslands og Sjó- slysanefnd til að vinna að frekari athugun á björgunar- neti Markúsar B. Þorgeirs- sonar. .1. Þingið minnir aðildarfélög sín á að benda sjómönnum á eigin ábyrgð á því. að fram- fylgja öllum lögum um ör- yggisráðstafanir og öryggis- búnað um borð í íslenskum skipum. Ástþór Jónsson sjómadur í Eyjum: LengríM eða kerlingamar ogkrakkarnir meö um borö „Það er vægast sagt undarlegt að sjómenn, sem strita sennilega helmingi meira en allir aðrir og eru auk þess langtímum fjarri heimil- um sínum, skuli ekki búa við betri kjör. Annaðhvort verðum við að fá kerlingamar og krakkana með okkur um borð eða fá lengri frí til heimaveru, sem byggðist á því að laun okkar væru betri á meðan við værum á sjónum“, sagði Ástþór Jónsson, sjómaður frá Vest- mannaeyjum og jafnframt yngsti þingfulltrúinn, í viðtali við Víking. „Þetta er ekki mannsæmandi líf, 30 tíma löndunarstopp fyrir togarasjómenn er alltof stutt, maður er alltaf eins og ókunnugur þegar maður kemur í heimahöfn.“ Ástþór byrgaði 16 ára á sjó, fyrst á fiskitrolli og svo á almennum veiðum smærri Eyjabáta, uns for- vitnin leiddi hann á togara og hefur hann verið á Vestmannaey í tvö ár, eða þartil fyrir sex mánuð- um að hann réði sig á ferjuna Herjólf. „Ég gerði þetta til að slappa aðeins af og geta verið nteira heima, en annars kalla ég þetta enga sjómennsku í saman- H „Eðlilegra að starfandi sjónicnn kæmu sjálfir á þingið að ráða rnáluin sínum, enda dómbærastir á hagsmunamál sín.“ burði við fiskiríið, það vantar alla spennuna, þótt mér líði annars vel á Herjólfi. Ég ákvað að hætta á bátnum og fara á togara m.a. til að geta alltaf gengið að mínum sex tíma hvíld- artíma þar. En svo þegar á hólm- inn var komið, spurði maður sig ekki um hvort maður ætti heldur að fara í koju eða standa áfram ef 30 til 40 tonn voru í mótttökunni og rótfiskirí, — maður stóð áfram. Það er ekkert spursmál um borð í togurunum hvort koma eigi fisk- inum sem bestum í lestarnar eða að fara í koju. Þrátt fyrir öll lög velja áhafnirnar þegjandi fyrri kostinn. Þrátt fyrir allt er ég ekki á leið- inni í land, nema eftilvill til að skreppa í Vélskólann, en að því loknu aftur á fiskirí. Ég tek Vél- skólann framyfir Stýrimannaskól- ann, því ef ég vil eða þarf að fara í land á miðjum starfaldri, nýtist sú menntun mér í landi. Það er eins og þessi sjómennska festist í manni ef maður fer einusinni á sjó. Þar sem þetta er fyrsta þing, sem Ástþór situr, spyrjum við hann hvemig honum lítist á þinghaldið og hvort það sé í samræmi við það, sem hann bjóst við. „Það sem vakti fyrst furðu mína var hversu margir þingfulltrúar VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.