Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Blaðsíða 49
Einar Jónsson, fiskifræöingur: Um rauð- og ljósátu Úr ríki hafsins Með þessari grein hefst röð þátta um lífríki hafsins. Form þessara greina er ætlað að vera í anda uppfræðslu- og alþýðufræða eins og slík fróðleiksmiðlun í ein- földuðu formi fyrir leikmenn hef- ur gjarnan verið nefnd. Nú á þessari öld vísindanna vantar ekki að flestir hlutir og fyrirbæri, hvort heldur er kvikt eða dautt, séu rannsakaðir og skilgreindir. Þetta á líka við um ríki hafsins sem annað, og það efni er mikið að vöxtum sem um sjávarrannsóknir er og hefur verið skrifað, bæði er- lendis en einnig hér heima. Gall- inn er hins vegar sá, að flest af því sem um þetta efni er ritað, er ekki beinlínis ætlað almenningi til af- lestrar. í stuttu máli sagt, mest af þessu eru vísindaritgerðir sem fræðimennætlahverjumöðrum.ís- lenzkir hafrannsóknavísindamenn verða þó vart þunglega sakfelldir fyrir að hafa vanrækt þá hlið upp- lýsingamiðlunar sem að sjómönn- um og almenningi lýtur, því margir þeirra skrifa gjarna í blöð og tímarit um viðfangsefni sín, eða láta til sín heyra í öðrum fjölmiðl- um um þessi mál. Virðist slíku vel tekið enda þjóðinni málið næsta skylt. Hitt er svo annað mál, að oft beinist þessi umfjöllun að sérstöku og ákveðnu sviði, misjafnlega þröngu, og vantar þá stundum þann, er við skal taka, fáeinar grundvallar upplýsingar um fræði hafsins sem útskýrðu málið betur. Til þess að skýra nánar við hvað er átt með þessum síðustu orðum skal tekið lýsandi dæmi. Sjávarlíf- fræðingar nota títt í ræðu og riti orðin rauðáta og ljósáta. Hér á síldarárunum dundu þessi orð í eyrum þjóðarinnar gegnum útvarp svo að segja daglega meðan síldarvertíð stóð. Sjaldan eða aldrei voru þessi hugtök þó skýrð frekar, rétt eins og verið væri að tala um eitthvað sem allir vissu hvað þýddi. Og vissulega voru þessi orð orðin hversdagsleg, en ég stórefast um að meira en brot hlustenda hafi haft meira en óljósar hugmyndir um raunveru- lega merkingu þessara hugtaka. Enn þann dag í dag verð ég mjög var við, að jafnvel sjómenn vita mjög margir ekki hvað ljósáta er, og halda hana rækju komi hún fyrir þeirra augu. í ljósi þessa hef ég kosið að ýta úr vör með því að fjalla nokkuð um þessar milikvægu lífverur í fæðukeðju hafsins, rauðátuna og ljósátuna. Hvar næst verður niður borið mun svo ef til villtilviljun ráða. Af nóguer að taka, en ekki er þó meiningin að hér verði um kerfisbundna eða markvissa upp- fræðslu í sjávarlíffræði að ræða. Stór trjóna, tennt. X Bolur með kryppu og 2. bolliður. fellur utanyfir 1. og 3. bollið. / Munurinn á Ijósátu og rækju. Að ofan, nátlampinn, stærsta Ijósátutegund hór við land stækkuð vel utii helming. Að neðan venjttlcg rækja, þ.e. stóri kainpalampi. VÍKINGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.