Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 24
4. Stjómun annarra kanadískra fiskveiða Fram að útfærslu fiskveiðilög- sögunnar 1977 var Kanadamönn- um óhægt um vik að hefja skyn- samlega stjórnun hinna mikil- vægu fiskveiða undan austur- ströndinni, vegna þess hve erlend- ar þjóðir áttu stóran þátt í veiðun- um. Um svipað leyti og laxveið- arnar undan vesturströndinni voru teknar til endurskipulagn- ingar, 1969, var þó hafin hliðstæð stjórnun veiða á staðbundnum humarstofnum við austurströnd- ina. Hefur árangur þeirrar stjórn- unar orðið áþekkur árangri stjómunar Kyrrahafslaxveiðanna. í kjölfar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar hófu Kanadamenn hins vegar víðtæka endurskipulagn- ingu fiskveiða sinna. Fyrstu skrefin í hinni nýju fisk- veiðistefnu voru þau, að komið var að verulegu leyti í veg fyrir nýjar fjárfestingar í þeim fiskveið- um, sem erlendar þjóðir höfðu áður átt stóran þátt í. Hugmyndin var sú að gefa viðkomandi fiski- stofnum ráðrúm til að vaxa svo, að fyrri afla mætti að lokum ná með tiltölulega lítilli aukningu á kana- dískri sókn. í öðru lagi voru veiðar á umræddum tegundum nú ein- ungis heimilar gegn kaupum á veiðileyfi. Er nú svo komið, að nær allar umtalsverðar kanadískar fiskveiðar má nú einungis stunda samkvæmt sérstöku veiðileyfi. Á komandi árum er sennilegt, að framvinda þessara veiða (þorsk-, ýsu-, karfa- og síldveiða auka annarra minni háttar fiskveiða) og þjóðhagsleg arðsemi þeirra, muni vera mjög svipuð því, sem að í framan er lýst varðandi Kyrra- hafslaxveiðarnar. 5. Lokaorð Aðferðir Kanadamanna við stjómun Fiskveiða og reynslan af þeim fela í sér mikilsverða lexíu fyrir fslendinga. Meðal annars sýnir framvinda þessara mála í Kanada fram á það, að unnt er, við aðstæður, sem í margvíslegu tilliti þ.á.m. hvað hagsmunahópa varðar, eru ekki óáþekkar íslensk- um aðstæðum, að framkvæma fiskveiðistefnur, sem auka hinn þjóðhagslega arð af nýtingu við- komandi fiskistofna mjög veru- lega, er fram líða stundir. Enn- fremur sýnir reynsla Kanada- manna okkur fram á, að það er til lítils (og raunar mjög skaðlegt) að draga framkvæmd skynsamlegrar fiskveiðistefnu á langinn. Segja má að staða þessara mála á íslandi sé nú svipuð og hún var í Kanada 1957 er Sinclair nefndin var skip- uð. Það virðist fremur tilganglítið að endurtaka kanadíska biðtím- ann frá 1957—1969 hér á íslandi. Að síðustu er rétt að leggja á það ríka áherslu, að framkvæmd skynsamlegrar fiskveiðistefnu í Kanada eykur á nauðsyn þess, að við íslendingar tökum upp ekki síðri stjórnun okkar fiskveiða. Sem fyrr segir eru Kanadamenn helstu keppinautar okkar á bandaríska freðfiskmarkaðnum og raunar víðar. Ef við tökum ekki upp skynsamlega fiskveiðistefnu munu Kanadamenn fljótlega vera færir um að framleiða sínar fiskafurðir á hagkvæmari hátt (á lægra einingarverði) en við ís- lendingar. Þarf þá ekki að spyrja að úrslitum samkeppninnar, þegar að kreppir á þessum mörkuðum. Raunar benda markaðsfregnir til þess að Kanadamenn séu nú þegar færir um að undirbjóða okkar framleiðslu á ýmsum þýðingar- miklum útflutnings mörkuðum og við séum því þegar farnir að súpa seyðið af fyrirhyggjuleysi okkar á þessu sviði. Með markvissari að- gerðum í fiskveiðistjórnun en Kanadamenn hafa treyst sér til að beita er þó e.t.v. enn unnt að snúa þessu dæmi við. Með slíkum að- gerðum væri bæði unnt að tryggja markaðsstöðu sjávarafurða okkar til frambúðar og leggja varanlegan grundvöll að lausn hins þráláta ís- lenska efnahagsvanda. Helstu heimildir: 1. Árnason, R.; „Tímatengd fiski- hagræði og hagkvæmasta nýting íslenska þorskstofnsins“, Fjármálatíðindi, 1979. 2. Campbell, B.A.; Licence „Limitation Regulation: Canadian Experience“, Jour- nal of Fisheries Research Board of Can- ada, 1973. 3. Crutchfield, J.A. og Zellner, A.; „- Economic Aspects of the Pacific Halibut Fishery“, Fishery Industrial Research, 1%2. 5. Fraser, G.A.; „Limited Entry. Experience of the British Columbia Salmon Fishery“, Journal of Fishery Research Board of Canada, 1979. 4. FAO; „Yearbook af Fishery Statis- tics“, 1978. 6. Cordon, M.S.; „Econonic Theory of a Common Property Resource: The Fishery“ Joumal of Political Economy, 1954. 7. Mackenzie, W.C; „Rational Fish- ery Management in a Depressed Region: The Atlantic Ground fishery“, Journal of Fisheries Research Board of Canada, 1%9. 8. Pearse, P.H.; „Rationalization of Canada’s West Coast Salmon Fishery: An Economic Evaluation“, OECD Inter- national Symbosium on Fisheries Economies, 1971. 9. Pearse, P.H. og Wilen, J.E.; „Im- pact of Canada’s Pacific Salmon Fleet Control program“, Journal of Fisheries Research Board of Canada, 1979. 10. Scott, A.D; „The Fishery: The Objectives of sole Ownership“, Journal of Political Ecomomy, 1955. 11. Sinclair, s.; „Licence Limitation — British Columbia: A Method of Economic Fisherier Management“, Department of Fisheries of Canada, 1%0. ★ Ungur kvikmyndaleikari var að borða í veitingahúsi í Hollywood. Afgreiðslustúlkan horfði á hann og spurði loksins: — Mér finnst ég kannast við yður, getur verið að ég hafi séð yður áður einhverstaðar? Hann brosti og sagði: — Getur verið, að þú hafir séð mig í bíó. — Getur verið, sagði hún hugsandi. — Hvar ertu vanur að sitja? 24 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.