Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 65
Utan úr hcimi framyfir miðja þessa öld. Sjó- mennirnir eru ungir, dökkir á hörund. Sjógallinn iþyngir þeim ekki né ver þá fyrir sól- arljósinu, flestir i tébol, stutt- buxum og strigaskóm, sumir berfættir. Gömlu mennirnir sitja á bólverkum, spila dómínó og ræða gamla daga, aflabrögð og gæftir, svaðil- farir og gorta af unnum afrek- um. Af handapati þeirra og látbragði ræð ég umræðuefn- ið. Nú er þetta allt á undan- haldi, víkur fyrir nýrri atvinnu- grein; ferðamannaiðnaður hefur hún verið nefnd. Lifið við höfnina er að hverfa inní flekkóttan ferða- mannafjöldann. Ferðamenn- irnir eru Evrópubúar, fólk sem er að flýja vetrarkulda átt- haganna, breskir og þýskir ellilífeyrisþegar, fólk sem var i blóma lífsins á heims- styrjaldarárunum. Sumir Þjóðverjanna bera örkuml þess tima. Ekki hef ég séð þessa fyrrum fjandmenn blanda geði, enda ekki líklegt að til persónulegra kynna hafi verið stofnað í þeim hild- arleik. Visast að þeir hafi einungis séð í hnakkan hvorir á öðrum. Þó er ekki laust við að ég sjái einhverskonar háðsglotti bregða fyrir á vörum Breta þegar Þjóðverji er annarsvegar, glotti sem sá einn glottir sem minnist vel heppnaðrar brellu sem hann hefur búið náunganum. „Dauöur Þjóðverji er góður Þjóðverji", sagöi eitt sinn við mig Englendingur af þessari kynslóð. Sá var eftirlitsmaður breska tryggingafélagsins Lloyds i Kiel i Þýskalandi og ég hafði spurt hvort hann hefði eignast marga þýska kunningja. Hann viðurkenndi að suðurþýski bjórinn væri góður. En hér er fleira fólk. Sænskar stútungskerlingar sem fegrunarsmyrsl eru hætt að virka á, einstaka finnskt barnafólk þar sem nútima vestræn verkaskipting kynj- anna hefur ekki náö aö rýra ímynd húsbóndans, hann liggur á bekk, drekkur bjór og reykir vindil en hún hugsar um krakkana. Þetta er svo sem engin tæmandi upptaln- ing á því ferðafólki sem hér er, ef hægt er að kalla það ferðafólk. Miklu heldur er hér um dvalargesti að ræða. Eyj- an er bókstaflega yfir full af þeim. Þjónustufólk og kaupa- héðnar eru á þönum. Þeir leggja sig i lima og reyna að tala tungur sem þeir halda að gesturinn skilji. Hópferðabílar merktir ferðaskrifstofum ýmissa landa innbyrða manngrúa sem stendur i bið- rööum á gangstéttarbrúnum og biður þess að verða fluttur á staði þar sem búið hefur verið til leiksvið með ímynd- uðum þjóðdönsum og það er spanað yfir fjöll og firnindi, stoppað með hæfilegu milli- bili til þess að þeir geti sinnt þörfum sínum, komið við í verksmiðjum þar sem fjölda- framleiddir eru handunnir minjagripir sem gesturinn fær Á háum hraundrangi stendur kross. Sjógallinn íþyngir þeim ekki. VÍKINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.